Innlent

Bæjarstjóri: Ekkert athugavert þótt fólk skoði atvinnutækifæri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seltjarnarnes. Mynd/ Valli.
Seltjarnarnes. Mynd/ Valli.
Það er ekkert athugavert við það þótt að fólk skoði spennandi tækifæri á vinnumarkaði og freisti gæfunnar innanlands sem utan, segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Vísir greindi frá því í dag að tveir af fimm framkvæmdastjórum bæjarins hyggðust segja upp störfum og sá þriðji hefði sagt upp í dag. Ásgerður segir í yfirlýsingu vegna fréttarinnar að framkvæmdastórarnir tveir hafi hvorugur sagt upp störfum hjá Seltjarnarnesbæ. Birgi Finnbogasyni, framkvæmdastjóra fjárhags- og stjónsýslusviðs bæjarins, hafi nýverið boðist áhugavert starf sem yfirmaður fjármála- og stjórnsýslu hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Hann hafi verið ráðinn til eins árs til að gegna þessu spennandi starfi og því sagt starfi sínu lausu hjá Seltjarnarnesbæ.

„Við Seltirningar getum verið stoltir af því að ÖSE skuli sækjast eftir starfskröftum hjá bænum til þess að gegna svo veigamiklu starfi sem yfirmaður fjármála- og stjórnsýslu hjá stofnuninni er," segir Ásgerður í yfirlýsingunni..






Tengdar fréttir

Þrír af fimm framkvæmdastjórum yfirgefa Seltjarnarnesbæ

Tveir framkvæmdastjórar af fimm hjá Seltjarnarnesbæ hyggjast segja upp störfum og einn sagði upp störfum í morgun. Ástæðan er sögð vera óánægja með breytingar sem hafa orðið í stjórnsýslu bæjarins eftir að Ásgerður Halldórsdóttir tók við stöðu bæjarstjóra fyrr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×