Innlent

Noro-veirur í hindberjum

hindber Hitun hindberja í tvær mínútur við 90 gráður á Celsíus minnkar hættu á sýkingu.
hindber Hitun hindberja í tvær mínútur við 90 gráður á Celsíus minnkar hættu á sýkingu.

Matvælastofnun bendir almenningi á að hitun á frosnum innfluttum hindberjum sé fyrirbyggjandi til að forðast sýkingar af völdum noro-veira.

Tilefnið er að noro-veirusýkingar, sem rekja má til innfluttra frosinna hindberja, hafa komið upp í Finnlandi og Svíþjóð í haust. Talið er að rekja megi smitið til vökvunar með menguðu vatni.

Sænska og finnska matvælastofnunin hafa ráðlagt stóreldhúsum, veitingastöðum og neytendum að hita innflutt frosin ber ef nota á þau í eftirrétti og ávaxtadrykki.

Ekki er vitað um noro-veirusýkingar hérlendis sem má rekja til hindberja. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×