Margt hefur áunnist með Schengen-aðild 3. nóvember 2009 06:00 Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira