Innlent

Vörður samþykkir prófkjör

Á fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í dag mánudaginn 2. nóvember, var samþykkt að prófkjör skuli fara fram í Reykjavík um val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2010.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ákveðið var að prófkjörið fari fram laugardaginn 23. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×