Innlent

127% verðmunur á léttöli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vörurnar eru í flestum tilfellum ódýrastar í Bónus. Mynd/ Vilhelm.
Vörurnar eru í flestum tilfellum ódýrastar í Bónus. Mynd/ Vilhelm.
Um 127% verðmunur er á ódýrasta fáanlega 500 millilítra léttölinu í nýrri verðkönnun ASÍ. Þar kemur fram að léttölið hafi kostað 79 krónur í Bónus en 179 krónur í 10-11. Verðmunur á drykkjarvörum sé hins vegar oftast á bilinu 90-110%.

Í frétt á vef ASÍ kemur fram að Verðlagseftirlitið gerði verðkönnun í matvöruverslunum víða um landið þann 27. október síðastliðinn. Reyndist mikill verðmunur á verðlagi í verslunum eftir tegund verslunar. Samkvæmt frétt á vef ASÍ var ódýrasta vöruverðið oftast hjá Bónus eða í 49 tilvikum af 70 sem könnuð voru.10-11 var oftast með hæsta vöruverðið eða í 35 skipti.

Könnunin var gerð í Bónus Akureyri, Krónunni Vestmannaeyjum, Nettó Akureyri, Hagkaup Skeifunni, Fjarðarkaupum Hólshrauni, Nóatún, Hringbraut 121, Samkaup - Úrval Egilsstöðum, Ellefu ellefu Vestmannaeyjum, 10-11 Borgartúni og Samkaup Strax, Suðurveri.

Í könnuninni er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×