Innlent

Stal peningaskáp úr Bautanum

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að stela peningaskáp, auk fleiri brota. Skápnum, sem innihélt 154 þúsund krónur, stal hann með því að brjótast inn í veitingastaðinn Bautann á Akureyri.

Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa í félagi við aðra stolið tveimur bílahljómflutningstækjum samtals að verðmæti 107.800 krónur úr verslun N1 í Reykjavík.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Hann hefur tvívegis sætt refsingu áður. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×