Erlent

Jörð skelfur á Grikklandi

Jarðskjálfti reið í morgun yfir vesturhluta Grikklands. Að sögn yfirvalda var skjálftinn 5,7 á Richter-kvarðanum en engar fregnir hafa borist af tjóni eða slysum af völdum hans. Upptök skjálftans voru neðansjávar, um 330 kílómetra frá höfuðborginni Aþenu og nærri eyjunni Zakynthos. Jarðskjálftar eru algengir á svæðinu og því eru byggingar á eyjunni og á nærliggjandi eyjum hönnuð til þess að standast skjálfta af þessari stærðargráðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×