Innlent

Púað á félagsmálaráðherra

Árni Páll Árnason fékk óblíðar móttökur á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna.
Árni Páll Árnason fékk óblíðar móttökur á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna.

Félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason var púaður niður á fundi Hagsmunasamtaka Heimilanna sem var haldinn í Iðnó í kvöld.

Á þriðja hundrað manns mættu á fundinn en þar hélt Árni Páll ræðu um nýtt frumvarp um greiðsluaðlögun.

Mikið var um frammíköll og talsverður hiti í fundargestum sem hugnast ekki hugmyndir félagsmálaráðherra um niðurfellingu skulda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×