Heimilin fái greiðsluplan en fyrirtækin afskrifað 3. nóvember 2009 06:00 Bjarni Benediktsson Þingmenn spurðu ráðherra um verklagsreglur bankanna og um traust á bankakerfinu í gær, í kjölfar frétta af hugsanlegum milljarða afskriftum Nýja Kaupþings á skuldum 1998, sem á Haga, sem á meðal annars Bónus. Því var haldið fram að bankar færu mýkri höndum um fyrirtæki en einstaklinga. „Þegar íslenskur almenningur þarf að leggja sig allan fram um að standa undir skuldabyrðinni og stendur ekki annað til boða en að fá nýtt greiðsluplan, berast fregnir af miklum afskriftum og það er ólík meðferð í kerfinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Ferlið ætti að vera gagnsætt, ekki bara hjá heimilum heldur hjá fyrirtækjum líka. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svaraði með því að nú sæi fyrir endann á því að nýtt bankakerfi væri mótað. Ný bankasýsla ætti að fylgjast með því að eigendastefna ríkisins næði fram að ganga. Þá minnti Bjarni á að heilt ár væri síðan ljóst var að það þyrfti að taka þessi mál traustum tökum. „Ef bankakerfið getur þetta ekki verðum við að grípa inn í,“ sagði hann. Steingrímur sagðist þá gera ráð fyrir að Bjarni færi ekki fram á pólitíska íhlutun í einstök mál. Málflutningur Lilju Mósesdóttur, þingmanns VG, var á svipuðum nótum. Reglur í Nýja Kaupþingi, um áframhaldandi þátttöku eigenda og stjórnenda, eftir endurskipulagningu skulda, byggi á því að þeir njóti trausts. „Þessar reglur virðast ekki koma í veg fyrir það að einn helsti forystumaður útrásarinnar haldi skuldsettu fyrirtæki sínu að lokinni endurskipulagningu,“ sagði hún og spurði hvort eigendur og stjórnendur ættu ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Þingmaður Framsóknar, Eygló Harðardóttir, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd Alþingis vegna málsins. - kóþ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Þingmenn spurðu ráðherra um verklagsreglur bankanna og um traust á bankakerfinu í gær, í kjölfar frétta af hugsanlegum milljarða afskriftum Nýja Kaupþings á skuldum 1998, sem á Haga, sem á meðal annars Bónus. Því var haldið fram að bankar færu mýkri höndum um fyrirtæki en einstaklinga. „Þegar íslenskur almenningur þarf að leggja sig allan fram um að standa undir skuldabyrðinni og stendur ekki annað til boða en að fá nýtt greiðsluplan, berast fregnir af miklum afskriftum og það er ólík meðferð í kerfinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Ferlið ætti að vera gagnsætt, ekki bara hjá heimilum heldur hjá fyrirtækjum líka. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svaraði með því að nú sæi fyrir endann á því að nýtt bankakerfi væri mótað. Ný bankasýsla ætti að fylgjast með því að eigendastefna ríkisins næði fram að ganga. Þá minnti Bjarni á að heilt ár væri síðan ljóst var að það þyrfti að taka þessi mál traustum tökum. „Ef bankakerfið getur þetta ekki verðum við að grípa inn í,“ sagði hann. Steingrímur sagðist þá gera ráð fyrir að Bjarni færi ekki fram á pólitíska íhlutun í einstök mál. Málflutningur Lilju Mósesdóttur, þingmanns VG, var á svipuðum nótum. Reglur í Nýja Kaupþingi, um áframhaldandi þátttöku eigenda og stjórnenda, eftir endurskipulagningu skulda, byggi á því að þeir njóti trausts. „Þessar reglur virðast ekki koma í veg fyrir það að einn helsti forystumaður útrásarinnar haldi skuldsettu fyrirtæki sínu að lokinni endurskipulagningu,“ sagði hún og spurði hvort eigendur og stjórnendur ættu ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Þingmaður Framsóknar, Eygló Harðardóttir, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd Alþingis vegna málsins. - kóþ
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira