Innlent

Vilja fá fund með framkvæmdastjóra AGS

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Hóps fólks hefur sent Dominique Strauss-Kahn, framkvæmda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bréf og óskað eftir fundi með honum til að leita svara vegna efnahagsáætlunar sjóðsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Lilja Mósesdóttir þingmaður VG, Ólafur Arnarson rithöfundur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halla Gunnarsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.

„Þar sem hagsmunir heillar þjóðar og afkomenda okkar eru í húfi, förum við hér með fram á fund með þér, framkvæmdastjóra sjóðsins. Við viljum ræða við þig efnahagsáætlun AGS og fá skýringar á einstökum þáttum hennar," segir í bréfinu sem var sent til Dominique fyrir helgi.

Þar segir að hópurinn ætli að leggja fram á fundinum rökstudda gagnrýni byggða á opinberum gögnum. „Fundurinn getur farið fram í Reykjavík eða Washington eða annars staðar ef það hentar. Afar brýnt er að fundurinn fari fram sem allra fyrst og eigi síðar en 15. desember 2009."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×