Erlent

Sarkozy auglýsti þvottaduft 12 ára

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ein af auglýsingunum sem verðandi Frakklandsforseti léði skörulegt útlit sitt.
Ein af auglýsingunum sem verðandi Frakklandsforseti léði skörulegt útlit sitt.

Komið hefur í ljós að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti lék í auglýsingu fyrir þvottaduft árið 1967, þá 12 ára gamall. Auglýsingin var fyrir verslunarkeðjuna Bonux og var dökkt hár forsetans verðandi litað ljóst fyrir myndatökuna. Faðir Sarkozys starfaði sem grafískur hönnuður hjá Bonux á þessum tíma og útvegaði syni sínum fyrirsætustarfið. Þar með hefur það verið leitt í ljós að frönsku forsetahjónin eiga sér bæði fortíð í fyrirsætubransanum. Á Vísi má sjá mynd af Sarkozy og þvottaduftinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×