Innlent

Nýr ráðuneytisstjóri ráðinn í fjármálaráðuneytið

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í dag fallist á ósk fjármálaráðherra um að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, flytjist í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá og með 1. nóvember 2009 samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Embætti ráðuneytisstjóra í mennta- menningarmálaráðuneyti verður því auglýst laust til umsóknar og er við það miðað að unnt verði að skipa í embættið fyrir nóvemberlok. Fram að því mun Þórhallur Vilhjálmsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs, sinna verkefnum ráðuneytisstjóra.

Áður var Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis en hann sagði upp á dögunum vegna umræðu um rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum innherjaviðskiptum hans í september á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×