Erlent

Fyrrum KGB-njósnari skotinn á götu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Shabattai Kalmanovich.
Shabattai Kalmanovich.

Fyrrverandi KGB-njósnari var skotinn til bana af óþekktum byssumönnum á götu í Moskvu í gær. Rússneska fréttastofan ITAR-Tass greindi frá þessu. Shabattai Kalmanovich hafði á árum áður starfað fyrir sovésku leyniþjónustuna KGB og fluttist til Ísrael í því skyni. Þar sat hann í fangelsi í fimm ár eftir að hann var handtekinn fyrir njósnir og varð vellauðugur á demantaviðskiptum í Sierra Leone eftir að hann lauk afplánun. Kalmanovich fluttist aftur til Moskvu og opnaði þar stóra verslunarmiðstöð. Hann styrkti ýmiss konar menningar- og íþróttastarfsemi í borginni og stóð meðal annars fyrir tónleikum með Michael Jackson og Lizu Minelli á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×