Erlent

Segja Karadzic sjá eftir því einu að nokkrir múslimar sluppu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Radovan Karadzic við réttarhöldin.
Radovan Karadzic við réttarhöldin.

Slátrarinn frá Bosníu, Radovan Karadzic, sem nú er réttað yfir við stríðsglæpadómstólinn í Haag, sá eftir því einu að einhverjir múslimar sluppu á lífi frá fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Þessu halda ákærendur hans fram en Karadzic kom í fyrsta sinn fyrir dóminn í sérstöku þinghaldi í gær eftir að hafa þráfaldlega neitað að vera við réttarhöldin. Hann fær annars að vera að mestu fjarverandi en kemst ekki hjá því að hitta dómarana augliti til auglitis nokkur skipti. Karadzic annast málsvörn sína sjálfur og neitar staðfastlega 11 ákæruliðum á hendur sér, þar á meðal að hafa haft nokkuð að gera með fjöldamorðin í Srebrenica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×