Innlent

Keyrðu á og hlupu á brott

Lögregla veitti tveimur mönnum eftirför í Teigahverfi í gærkvöldi eftir gáleysisakstur á Kringlumýrarbraut. Mennirnir voru á Volkswagen jeppa og keyrðu þeir meðal annars yfir girðingu og klesstu að minnsta kosti einn bíl. Að lokum staðnæmdist bíllinn við Grand hótel við Sigtún og mennirnir hlupu út í náttmyrkrið. Nokkurt lið lögreglu leitaði þeirra í hverfinu meðal annars með aðstoð hunda, en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×