Innlent

AGS skýrslan birt í dag

Skýrsla sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda verður birt í dag klukkan tvö að íslenskum tíma.

Til stóð að birta skýrsluna um miðjan dag í gær, en árdegis kom tilkynning frá AGS um að útgáfu hefði verið frestað. Engar skýringar fylgdu eða ný tímasetning útgáfu. Heimildir Fréttablaðsins herma hinsvegar að Seðlabankinn hafi farið fram á að taka út viðkvæmar upplýsingar um lánamál lyfjafyrirtækisins Actavis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×