Fleiri fréttir Tilkynnt um tvö innbrot Tilkynnt var um tvö innbrot í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu var brotist inn í lyfjaverslun í Garðabæ en ekki er ljóst hverju nákvæmlega vari stolið. Þjófarnir komust undan og er þeirra nú leitað. Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Austurborginni nú í morgunsárið og er lögregla enn á vettvangi. 20.10.2009 06:44 Skuldum vafin þjóð eykur á skuldir sínar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær. 20.10.2009 06:00 Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 20.10.2009 06:00 Bíða niðurstöðu í dómsmálum Exista tapaði 1,6 milljörðum evra, eða 602 milljörðum króna, eftir skatta á árinu 2008. Félagið birti í gærmorgun uppgjör vegna ársins. Tapið er það mesta sem íslenskt fyrirtæki hefur kynnt. 20.10.2009 06:00 Ríkið veiti milljarði til Helguvíkurhafnar Forsvarsmenn Reykjanesbæjar kalla eftir svörum um hvort ríkið ætlar að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Sveitarfélagið ætlar að fullgera höfnina óháð aðkomu ríkisins en milljarðalántöku þarf hins vegar til. Slík lántaka gæti reynst þrautin þyngri. Helguvíkurhöfn er ekki á samgönguáætlun og ekkert fjármagn því eyrnamerkt hafnargerðinni. 20.10.2009 06:00 Segir aðra þingmenn hræsnara John O"Donoghue sagði af sér sem forseti írska þingsins í síðustu viku, eftir að upp komst að hann hafði eytt almannafé ótæpilega í eigin lúxuslifnað. 20.10.2009 06:00 Ráðherra vill banna starfsemi Vítisengla Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. 20.10.2009 06:00 Njóta mikils trausts landsmanna Mikill meirihluti landsmanna ber traust til Landhelgisgæslunnar, samkvæmt nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna ehf. Um 77,6 prósent segjast bera mikið traust til Gæslunnar. Einungis fimm prósent svarenda segjast bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar. 20.10.2009 05:00 Margar fyrirspurnir í skoðun „Samkeppnishæfni Íslands hefur aldrei verið meiri og fyrirspurnum frá erlendum fjárfestum fjölgað," segir Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofu Íslands. 20.10.2009 04:00 Hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara „Ég hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara handa heimilisfólkinu mínu og gaf nokkrum íþróttafélögum nokkur eintök,“ segir Tómas J. Knútsson, sem tók að sér að farga um 300 heimilistækjum af varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20.10.2009 03:00 Hátíðardagskrá Ögmundi til heiðurs félagsmál Þriggja daga þing BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, verður sett á Grand hóteli á morgun. 20.10.2009 02:00 Ítalir segja ásakanir um mútur fráleitar Ítalska stjórnin segir ekkert hæft í því að leyniþjónusta landsins hafi greitt talibönum í Afganistan stórfé fyrir að láta í friði landsvæði þar, sem ítalskir hermenn höfðu umsjón með. 20.10.2009 01:00 Forseti telur sigri stolið af sér Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað að fjöldi atkvæða í forsetakosningum í Afganistan í ágúst sé ógildur vegna kosningasvindls. Stjórnvöld í Kabúl hafa ekki staðfest þetta en þó virðist sem kjósa þurfi að nýju milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum. 20.10.2009 01:00 Tryggvi Þór Herbertsson: Er 173 sentímetrar á hæð Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tryggvi Þór Herbertsson, afhjúpar hæð sína á vefsvæði sínu sem hann skrifað nú síðdegis. Tilefnið er sérkennilegt andsvar fjármálaráðherrans, Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í dag þar sem tekist var á um Icesave-samkomulagið. 19.10.2009 21:50 Séra Örn styður biskup gegn séra Gunnari Presturinn Örn Bárður Jónsson þakkar Davíð Þór Jónssyni guðfræðinema, fyrir pistil í Fréttablaðinu í dag og lýsir yfir stuðningi við afstöðu biskups Íslands í umdeildu máli séra Gunnars Björnssonar sem hefur verið færður til í starfi. 19.10.2009 20:45 AFL stefnir Landsvaka AFL Starfsgreinafélag samþykkti í kvöld að stefna sjóðsstjórnum Landsvaka, er önnuðust upplýsingagjöf til félagsins og fóru með fjármuni þess, til greiðslu bóta vegna þeirra fjármuna er félagið tapaði við uppgjör sjóðsins, samkvæmt tilkynningu frá sjóðnum. 19.10.2009 20:54 Leggja í stæði fyrir fatlaða Mikið er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna þessa samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.10.2009 19:29 Katrín til Húsavíkur með nýtt plagg Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra er væntanleg til Húsavíkur á fimmtudag að undirrita nýja viljayfirlýsingu um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Sveitarstjóri Norðurþings vonast til að samningar við Alcoa um álver á Bakka verði frágengnir innan árs og stóriðjuframkvæmdir fari upp úr því á fullt. 19.10.2009 19:01 Ekki krafist gæsluvarðhalds yfir sjötta manninum Ekki verður krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem handtekinn var í gær vegna rannsóknar málsins samkvæmt lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Maðurinn var yfirheyrður í dag og látinn laus í kjölfarið. 19.10.2009 17:23 Mál e-töflusmyglara til ríkissaksóknara Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur pólskum karlmönnum sem voru handteknir um miðjan síðasta mánuð með tæplega 6000 e-töflur. Mál þeirra er komið til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um það hvort að gefin verði út ákæra. 19.10.2009 16:48 Árni mælti fyrir frumvarpi um skuldavanda heimilanna Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mælti, nú um klukkan hálffimm í dag, fyrir frumvarpi um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 19.10.2009 16:34 Talaði um hæð Tryggva Þórs „Þú skalt segja mér það. Þú ert nú hár í loftinu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, umræðum á Alþingi í dag þegar Tryggva Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði: „Þið eigið ekki að lyppast niður.“ Birgir Ármannsson, flokksbróður Tryggva, gagnrýndi þessi orð Steingríms og sagði þau til skammar. 19.10.2009 16:26 Reyndi að eyða fóstri kærustunnar Breskur læknir hefur verið sakfelldur fyrir að byrla kærustu sinni lyf til þess að eyða fóstri þeirra sem hún gekk með. Edward Erin er 44 ára gamall kvæntur og tveggja barna faðir. 19.10.2009 16:06 Vill auka umræðu um fósturlát Auður Helgadóttir missti fóstur eftir 19 vikna meðgöngu í ágúst síðastliðnum. Hún segist hafa gengið í gegnum mikla sorg síðan og að daglegar athafnir eins og að fara í kjörbúð hafi reynst henni erfiðar í framhaldinu. 19.10.2009 15:45 Hagræðing ástæða fyrir starfslokum Sigurðar „Þetta er bara hluti af breytingum á stöðinni. Við erum að velta öllum steinum hjá okkur og það hefur staðið til að skoða fyrirkomulagið á veðurmálunum eins og fleiru," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, um brotthvarf Sigurðar Ragnarssonar veðurfréttamanns á 365. 19.10.2009 15:24 Bjarni: Alþingi getur ekki takmarkað ríkisábyrgðina Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðuna í Icesave málinu sem liggur fyrir vera í grundvallaratriðum að Alþingi gefur frá frá sér réttinn til að takmarka ríkisábyrgð vegna samkomulagsins síðar. Bjarni spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, út í málið á þingfundi í dag. „Hvað réttlætir þessa kúvendingu frá því í sumar?“ spurði Bjarni. 19.10.2009 15:24 Í yfirlið þegar konan bar vitni Fjörutíu og níu ára gamall tyrkneskur maður hné í ómegin í réttarsal í Lundúnum í dag þegar eiginkona hans vitnaði gegn honum vegna morðsins á dóttur þeirra. 19.10.2009 15:19 Íslensk stúlka lést af völdum svínaflensu Átján ára fjölfötluð stúlka lést í morgun á Barnaspítala Hringsins af völdu inflúensunnar A(H1N1), eftir því sem fram kom á fundi landlæknis nú fyrir stundu 19.10.2009 15:02 Lamdi kynsystur sína eftir skólaball Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 19 ára stúlku fyrir líkamsárás fyrir utan 800 Bar á Selfossi í október á síðasta ári. Þá rún reif í hár kynsystur sinnar sem var að koma af skólaballi með þeim afleiðingum að hún féll í götuna. Hin dæmda lét ekki staðar numið þar heldur sparkaði í þá síðarnefnd þar sem hún lá í götunni, með þeim afleiðingum að stúlkan hruflaðist á báðum fótum við hné og á framanverðum fótleggjum og skarst á hægri fæti fyrir neðan hnéskel þannig að sauma þurfti 10 spor. 19.10.2009 14:44 Kisi bjargaði málinu Ólöglegur innflytjendandi frá Bólivíu slapp við að vera vísað frá Bretlandi þegar hann sagði dómnefndinni sem fjallaði um mál hans að hann og bresk kærasta hans hefðu sameiginlega keypt sér kött. 19.10.2009 14:32 Segir Icesave fyrirvarana niðurtætta „Mér sýnist að það sé búið að tæta dálítið niður einstaka af þeim fyrirvörum sem Alþingi setti fyrir samkomulaginu nú í sumar," segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður um Icesave samkomulagið sem skrifað var undir í hádeginu. Hann segir þó samkomulagið þó vera í skárri búningi en það hafi verið í upphafi. „En ekki finnst mér það nú gott," segir Ragnar. 19.10.2009 14:28 Obama hótar ríkisstjórn Súdans Barack Obama kynnti í dag nýja stefnu Bandaríkjanna gagnvart Súdan, þar sem ríkisstjórnin hefur herjað af miklu miskunnarleysi á íbúa í Darfur héraði. 19.10.2009 14:02 Búið að undirrita Icesave samkomulagið Icesave samkomulagið var undirritað með fyrirvörum í fjármálaráðuneytinu fyrir stundu. Undirritunin markar kaflaskil í einhverri mestu milliríkjadeilu sem Íslendingar hafi staðið í frá lýðveldisstofnun. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda. 19.10.2009 13:23 Landhelgisgæslan nýtur mikils trausts. Mikill meirihluti landsmanna ber traust til Landhelgisgæslunnar ef marka má nýja könnun MMR. Um 77,6%, segjast bera mikið traust til Gæslunnar. Einungis 5% svarenda segjast bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar - sem þýðir með öðrum orðum að 15,5 sinnum fleiri segjast bera mikið traust til Gæslunnar en segjast bera lítið traust til hennar. 19.10.2009 12:44 Icesave fyrirvarar ná ekki til vaxta Efnhagsfyrirvarar Íslands í Icesave samkomulaginu ná ekki til greiðslu vaxta sem eru um fjórðungur af árlegum afborgunum. Greiðslur vegna Icesave munu nema um 55 milljörðum króna á ári. Samningurinn mun draga úr lífsgæðum hér á landi segir fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd. 19.10.2009 12:10 24 liggja inni vegna svínaflensu Útbreiðsla svonefndrar svínaflensu er hröð og bárust um 1000 tilkynningar um inflúensulík einkenni í síðustu viku, sem er tvöföldun frá því vikunni á undan. Langflestir ná sér með því að vera rúmliggjandi og fara eftir ráðleggingum lækna, en þó voru 24 inniliggjandi á Landspítalanum í gær, þar af fjórir á gjörgæslu. Sá sem lengst hefur legið á gjörgæslu hefur verið þar í um tvær vikur. 19.10.2009 12:01 Hagfræðingur: Greiðsluþrot verður vart umflúið Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. 19.10.2009 12:00 Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19.10.2009 11:53 Franklin Steiner ákærður fyrir fíkniefnabrot Hafnfirðingurinn Franklin Stiner hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna fyrir ári síðan. Samkvæmt ákæru hafði Franklin rúm 150 grömm af amfetamíni, 33 grömm af kókaini, 23 alsælutöflur og 1 grömm af hassi á sér þegar lögregla gerði leit þann 23. október í fyrra. 19.10.2009 11:30 Hýddar fyrir að vera í brjóstahöldurum Islamistar í Sómalíu hafa lagt blátt bann við því að konur þar klæðist brjóstahöldurum. Konur sem klæðast slíkri flík eru dæmdar til opinberrar hýðingar. 19.10.2009 10:50 Þrír vilja taka við af Ögmundi 42. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar, BSRB, hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Á þinginu lætur Ögmundur Jónasson af störfum sem formaður en hann hefur verið formaður frá 1988. Þrír gefa kost á sér til formanns. Það eru þau Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, Árni Stefán Jónsson formaður SFR og Elín Björg Jónsdóttir formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi. 19.10.2009 10:26 Eitt atkvæði bjargaði Þórshöfn og Þistilfirði Þórshafnarbúar og nærsveitungar prísa sig sæla að eiga harðan kjarna fólks sem sagði nei við girnilegu gylliboði í fyrra. Það munaði nefnilega aðeins einu atkvæði að meirihluti heimila við Þistilfjörð sæti nú uppi með illviðráðanlegan skuldaklafa. 19.10.2009 10:10 Loftbelgsfjölskyldan vildi í raunveruleikaþátt Lögreglan í Larimer sýslu í Colorado segir engan vafa á að Heene fjölskyldan hafi sviðsett meint loftbelgsflug hins sex ára gamla Falcons Heene til þess að tryggja sér pláss í raunveruleikaþætti í sjónvarpi. 19.10.2009 10:03 Opinber útgjöld til tryggingamála hafa aukist verulega Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári. 19.10.2009 10:02 Dregur úr peningaþvætti Á árinu 2008 bárust peningaþvættisskrifstofu embættis ríkislögreglustjóra alls 520 tilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Heildarfjárhæð þeirra var 625 milljónir. Það er 336 milljónum minna en árið áður en þá bárust 496 tilkynningar. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu skrifstofunnar fyrir árið 2008. 19.10.2009 09:58 Sjá næstu 50 fréttir
Tilkynnt um tvö innbrot Tilkynnt var um tvö innbrot í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu var brotist inn í lyfjaverslun í Garðabæ en ekki er ljóst hverju nákvæmlega vari stolið. Þjófarnir komust undan og er þeirra nú leitað. Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Austurborginni nú í morgunsárið og er lögregla enn á vettvangi. 20.10.2009 06:44
Skuldum vafin þjóð eykur á skuldir sínar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær. 20.10.2009 06:00
Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 20.10.2009 06:00
Bíða niðurstöðu í dómsmálum Exista tapaði 1,6 milljörðum evra, eða 602 milljörðum króna, eftir skatta á árinu 2008. Félagið birti í gærmorgun uppgjör vegna ársins. Tapið er það mesta sem íslenskt fyrirtæki hefur kynnt. 20.10.2009 06:00
Ríkið veiti milljarði til Helguvíkurhafnar Forsvarsmenn Reykjanesbæjar kalla eftir svörum um hvort ríkið ætlar að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Sveitarfélagið ætlar að fullgera höfnina óháð aðkomu ríkisins en milljarðalántöku þarf hins vegar til. Slík lántaka gæti reynst þrautin þyngri. Helguvíkurhöfn er ekki á samgönguáætlun og ekkert fjármagn því eyrnamerkt hafnargerðinni. 20.10.2009 06:00
Segir aðra þingmenn hræsnara John O"Donoghue sagði af sér sem forseti írska þingsins í síðustu viku, eftir að upp komst að hann hafði eytt almannafé ótæpilega í eigin lúxuslifnað. 20.10.2009 06:00
Ráðherra vill banna starfsemi Vítisengla Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. 20.10.2009 06:00
Njóta mikils trausts landsmanna Mikill meirihluti landsmanna ber traust til Landhelgisgæslunnar, samkvæmt nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna ehf. Um 77,6 prósent segjast bera mikið traust til Gæslunnar. Einungis fimm prósent svarenda segjast bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar. 20.10.2009 05:00
Margar fyrirspurnir í skoðun „Samkeppnishæfni Íslands hefur aldrei verið meiri og fyrirspurnum frá erlendum fjárfestum fjölgað," segir Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofu Íslands. 20.10.2009 04:00
Hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara „Ég hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara handa heimilisfólkinu mínu og gaf nokkrum íþróttafélögum nokkur eintök,“ segir Tómas J. Knútsson, sem tók að sér að farga um 300 heimilistækjum af varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 20.10.2009 03:00
Hátíðardagskrá Ögmundi til heiðurs félagsmál Þriggja daga þing BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, verður sett á Grand hóteli á morgun. 20.10.2009 02:00
Ítalir segja ásakanir um mútur fráleitar Ítalska stjórnin segir ekkert hæft í því að leyniþjónusta landsins hafi greitt talibönum í Afganistan stórfé fyrir að láta í friði landsvæði þar, sem ítalskir hermenn höfðu umsjón með. 20.10.2009 01:00
Forseti telur sigri stolið af sér Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað að fjöldi atkvæða í forsetakosningum í Afganistan í ágúst sé ógildur vegna kosningasvindls. Stjórnvöld í Kabúl hafa ekki staðfest þetta en þó virðist sem kjósa þurfi að nýju milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum. 20.10.2009 01:00
Tryggvi Þór Herbertsson: Er 173 sentímetrar á hæð Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tryggvi Þór Herbertsson, afhjúpar hæð sína á vefsvæði sínu sem hann skrifað nú síðdegis. Tilefnið er sérkennilegt andsvar fjármálaráðherrans, Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í dag þar sem tekist var á um Icesave-samkomulagið. 19.10.2009 21:50
Séra Örn styður biskup gegn séra Gunnari Presturinn Örn Bárður Jónsson þakkar Davíð Þór Jónssyni guðfræðinema, fyrir pistil í Fréttablaðinu í dag og lýsir yfir stuðningi við afstöðu biskups Íslands í umdeildu máli séra Gunnars Björnssonar sem hefur verið færður til í starfi. 19.10.2009 20:45
AFL stefnir Landsvaka AFL Starfsgreinafélag samþykkti í kvöld að stefna sjóðsstjórnum Landsvaka, er önnuðust upplýsingagjöf til félagsins og fóru með fjármuni þess, til greiðslu bóta vegna þeirra fjármuna er félagið tapaði við uppgjör sjóðsins, samkvæmt tilkynningu frá sjóðnum. 19.10.2009 20:54
Leggja í stæði fyrir fatlaða Mikið er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna þessa samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.10.2009 19:29
Katrín til Húsavíkur með nýtt plagg Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra er væntanleg til Húsavíkur á fimmtudag að undirrita nýja viljayfirlýsingu um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Sveitarstjóri Norðurþings vonast til að samningar við Alcoa um álver á Bakka verði frágengnir innan árs og stóriðjuframkvæmdir fari upp úr því á fullt. 19.10.2009 19:01
Ekki krafist gæsluvarðhalds yfir sjötta manninum Ekki verður krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem handtekinn var í gær vegna rannsóknar málsins samkvæmt lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Maðurinn var yfirheyrður í dag og látinn laus í kjölfarið. 19.10.2009 17:23
Mál e-töflusmyglara til ríkissaksóknara Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur pólskum karlmönnum sem voru handteknir um miðjan síðasta mánuð með tæplega 6000 e-töflur. Mál þeirra er komið til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um það hvort að gefin verði út ákæra. 19.10.2009 16:48
Árni mælti fyrir frumvarpi um skuldavanda heimilanna Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mælti, nú um klukkan hálffimm í dag, fyrir frumvarpi um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 19.10.2009 16:34
Talaði um hæð Tryggva Þórs „Þú skalt segja mér það. Þú ert nú hár í loftinu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, umræðum á Alþingi í dag þegar Tryggva Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði: „Þið eigið ekki að lyppast niður.“ Birgir Ármannsson, flokksbróður Tryggva, gagnrýndi þessi orð Steingríms og sagði þau til skammar. 19.10.2009 16:26
Reyndi að eyða fóstri kærustunnar Breskur læknir hefur verið sakfelldur fyrir að byrla kærustu sinni lyf til þess að eyða fóstri þeirra sem hún gekk með. Edward Erin er 44 ára gamall kvæntur og tveggja barna faðir. 19.10.2009 16:06
Vill auka umræðu um fósturlát Auður Helgadóttir missti fóstur eftir 19 vikna meðgöngu í ágúst síðastliðnum. Hún segist hafa gengið í gegnum mikla sorg síðan og að daglegar athafnir eins og að fara í kjörbúð hafi reynst henni erfiðar í framhaldinu. 19.10.2009 15:45
Hagræðing ástæða fyrir starfslokum Sigurðar „Þetta er bara hluti af breytingum á stöðinni. Við erum að velta öllum steinum hjá okkur og það hefur staðið til að skoða fyrirkomulagið á veðurmálunum eins og fleiru," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, um brotthvarf Sigurðar Ragnarssonar veðurfréttamanns á 365. 19.10.2009 15:24
Bjarni: Alþingi getur ekki takmarkað ríkisábyrgðina Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðuna í Icesave málinu sem liggur fyrir vera í grundvallaratriðum að Alþingi gefur frá frá sér réttinn til að takmarka ríkisábyrgð vegna samkomulagsins síðar. Bjarni spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, út í málið á þingfundi í dag. „Hvað réttlætir þessa kúvendingu frá því í sumar?“ spurði Bjarni. 19.10.2009 15:24
Í yfirlið þegar konan bar vitni Fjörutíu og níu ára gamall tyrkneskur maður hné í ómegin í réttarsal í Lundúnum í dag þegar eiginkona hans vitnaði gegn honum vegna morðsins á dóttur þeirra. 19.10.2009 15:19
Íslensk stúlka lést af völdum svínaflensu Átján ára fjölfötluð stúlka lést í morgun á Barnaspítala Hringsins af völdu inflúensunnar A(H1N1), eftir því sem fram kom á fundi landlæknis nú fyrir stundu 19.10.2009 15:02
Lamdi kynsystur sína eftir skólaball Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 19 ára stúlku fyrir líkamsárás fyrir utan 800 Bar á Selfossi í október á síðasta ári. Þá rún reif í hár kynsystur sinnar sem var að koma af skólaballi með þeim afleiðingum að hún féll í götuna. Hin dæmda lét ekki staðar numið þar heldur sparkaði í þá síðarnefnd þar sem hún lá í götunni, með þeim afleiðingum að stúlkan hruflaðist á báðum fótum við hné og á framanverðum fótleggjum og skarst á hægri fæti fyrir neðan hnéskel þannig að sauma þurfti 10 spor. 19.10.2009 14:44
Kisi bjargaði málinu Ólöglegur innflytjendandi frá Bólivíu slapp við að vera vísað frá Bretlandi þegar hann sagði dómnefndinni sem fjallaði um mál hans að hann og bresk kærasta hans hefðu sameiginlega keypt sér kött. 19.10.2009 14:32
Segir Icesave fyrirvarana niðurtætta „Mér sýnist að það sé búið að tæta dálítið niður einstaka af þeim fyrirvörum sem Alþingi setti fyrir samkomulaginu nú í sumar," segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður um Icesave samkomulagið sem skrifað var undir í hádeginu. Hann segir þó samkomulagið þó vera í skárri búningi en það hafi verið í upphafi. „En ekki finnst mér það nú gott," segir Ragnar. 19.10.2009 14:28
Obama hótar ríkisstjórn Súdans Barack Obama kynnti í dag nýja stefnu Bandaríkjanna gagnvart Súdan, þar sem ríkisstjórnin hefur herjað af miklu miskunnarleysi á íbúa í Darfur héraði. 19.10.2009 14:02
Búið að undirrita Icesave samkomulagið Icesave samkomulagið var undirritað með fyrirvörum í fjármálaráðuneytinu fyrir stundu. Undirritunin markar kaflaskil í einhverri mestu milliríkjadeilu sem Íslendingar hafi staðið í frá lýðveldisstofnun. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda. 19.10.2009 13:23
Landhelgisgæslan nýtur mikils trausts. Mikill meirihluti landsmanna ber traust til Landhelgisgæslunnar ef marka má nýja könnun MMR. Um 77,6%, segjast bera mikið traust til Gæslunnar. Einungis 5% svarenda segjast bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar - sem þýðir með öðrum orðum að 15,5 sinnum fleiri segjast bera mikið traust til Gæslunnar en segjast bera lítið traust til hennar. 19.10.2009 12:44
Icesave fyrirvarar ná ekki til vaxta Efnhagsfyrirvarar Íslands í Icesave samkomulaginu ná ekki til greiðslu vaxta sem eru um fjórðungur af árlegum afborgunum. Greiðslur vegna Icesave munu nema um 55 milljörðum króna á ári. Samningurinn mun draga úr lífsgæðum hér á landi segir fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd. 19.10.2009 12:10
24 liggja inni vegna svínaflensu Útbreiðsla svonefndrar svínaflensu er hröð og bárust um 1000 tilkynningar um inflúensulík einkenni í síðustu viku, sem er tvöföldun frá því vikunni á undan. Langflestir ná sér með því að vera rúmliggjandi og fara eftir ráðleggingum lækna, en þó voru 24 inniliggjandi á Landspítalanum í gær, þar af fjórir á gjörgæslu. Sá sem lengst hefur legið á gjörgæslu hefur verið þar í um tvær vikur. 19.10.2009 12:01
Hagfræðingur: Greiðsluþrot verður vart umflúið Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. 19.10.2009 12:00
Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19.10.2009 11:53
Franklin Steiner ákærður fyrir fíkniefnabrot Hafnfirðingurinn Franklin Stiner hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna fyrir ári síðan. Samkvæmt ákæru hafði Franklin rúm 150 grömm af amfetamíni, 33 grömm af kókaini, 23 alsælutöflur og 1 grömm af hassi á sér þegar lögregla gerði leit þann 23. október í fyrra. 19.10.2009 11:30
Hýddar fyrir að vera í brjóstahöldurum Islamistar í Sómalíu hafa lagt blátt bann við því að konur þar klæðist brjóstahöldurum. Konur sem klæðast slíkri flík eru dæmdar til opinberrar hýðingar. 19.10.2009 10:50
Þrír vilja taka við af Ögmundi 42. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar, BSRB, hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Á þinginu lætur Ögmundur Jónasson af störfum sem formaður en hann hefur verið formaður frá 1988. Þrír gefa kost á sér til formanns. Það eru þau Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, Árni Stefán Jónsson formaður SFR og Elín Björg Jónsdóttir formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi. 19.10.2009 10:26
Eitt atkvæði bjargaði Þórshöfn og Þistilfirði Þórshafnarbúar og nærsveitungar prísa sig sæla að eiga harðan kjarna fólks sem sagði nei við girnilegu gylliboði í fyrra. Það munaði nefnilega aðeins einu atkvæði að meirihluti heimila við Þistilfjörð sæti nú uppi með illviðráðanlegan skuldaklafa. 19.10.2009 10:10
Loftbelgsfjölskyldan vildi í raunveruleikaþátt Lögreglan í Larimer sýslu í Colorado segir engan vafa á að Heene fjölskyldan hafi sviðsett meint loftbelgsflug hins sex ára gamla Falcons Heene til þess að tryggja sér pláss í raunveruleikaþætti í sjónvarpi. 19.10.2009 10:03
Opinber útgjöld til tryggingamála hafa aukist verulega Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári. 19.10.2009 10:02
Dregur úr peningaþvætti Á árinu 2008 bárust peningaþvættisskrifstofu embættis ríkislögreglustjóra alls 520 tilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Heildarfjárhæð þeirra var 625 milljónir. Það er 336 milljónum minna en árið áður en þá bárust 496 tilkynningar. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu skrifstofunnar fyrir árið 2008. 19.10.2009 09:58