Ráðherra vill banna starfsemi Vítisengla 20. október 2009 06:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. Ragna segir að dómsmálaráðuneytið sé að kanna hvort setja eigi sérstök lög sem heimili stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Lögunum yrði síðan fylgt eftir með því að höfða mál þeim til staðfestingar, eins og stjórnarskrárákvæði þar að lútandi heimilar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að handrukkarar væru nú farnir að rukka almenna borgara fyrir skuldir sem stofnað hefur verið til með lögmætum hætti. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur unnið mat á skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," segir Ragna. Spurð hvernig stjórnvöld ætli að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem er orðin staðreynd hér á landi, segir ráðherra að lögregluyfirvöld hafi unnið ötullega að því að upplýsa brot. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tillögur til breytinga á almennum hegningarlögum hafi verið lagðar fram, sem ætlað sé að vinna gegn slíkri brotastarfsemi. Vonir standi til að unnt verði að samþykkja þær sem lög frá Alþingi nú á haustþingi. „Þá má nefna ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor," segir ráðherra. „Þá er í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali áform um að athuga hvort lögregla eigi að fá forvirkar rannsóknarheimildir til að stemma stigu við þeim brotum sérstaklega. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis. Ragna segir að dómsmálaráðuneytið sé að kanna hvort setja eigi sérstök lög sem heimili stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Lögunum yrði síðan fylgt eftir með því að höfða mál þeim til staðfestingar, eins og stjórnarskrárákvæði þar að lútandi heimilar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að handrukkarar væru nú farnir að rukka almenna borgara fyrir skuldir sem stofnað hefur verið til með lögmætum hætti. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur unnið mat á skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," segir Ragna. Spurð hvernig stjórnvöld ætli að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem er orðin staðreynd hér á landi, segir ráðherra að lögregluyfirvöld hafi unnið ötullega að því að upplýsa brot. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tillögur til breytinga á almennum hegningarlögum hafi verið lagðar fram, sem ætlað sé að vinna gegn slíkri brotastarfsemi. Vonir standi til að unnt verði að samþykkja þær sem lög frá Alþingi nú á haustþingi. „Þá má nefna ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor," segir ráðherra. „Þá er í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali áform um að athuga hvort lögregla eigi að fá forvirkar rannsóknarheimildir til að stemma stigu við þeim brotum sérstaklega.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira