Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára 19. október 2009 11:53 Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Fyrir eru fimm karlmenn í haldi vegna hins meinta mansalsmáls og voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags. Mennirnir eru allir taldir tengjast ungu litháísku konunni með einum eða öðrum hætti, en hún kom hingað til lands á fölsuðum ferðaskilríkjum fyrir um tíu dögum. Talið er að neyða hafi átt stúlkuna í vændi. Hún gaf upp rangt nafn við komuna til landsins, en hefur nú sagt til sín og hefur það verið sannreynt. Stúlkan er aðeins 19 ára, fædd árið 1990, en verið er að kanna bakgrunn hennar betur í samstarfi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Konan er nú á vegum lögreglunnar á Suðurnesjum og verður ekki ákveðið neitt um framhaldið fyrr en rannsókn málsins er lengra komin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið mun umfangsmeira en talið var í fyrstu. Hinir handteknu séu allir grunaðir um að tengjast skipulögðum glæpahópi, sem hafi alþjóðleg tengsl. Umrætt mál er eingöngu rannsakað sem mansalsmál, jafnvel þótt talið sé að mennirnir tengist annari glæpastarfsemi einnig. Afar erfitt er að færa sönnur á mansal og hefur slíkt mál aldrei komið fyrir dóm á Íslandi. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Fyrir eru fimm karlmenn í haldi vegna hins meinta mansalsmáls og voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags. Mennirnir eru allir taldir tengjast ungu litháísku konunni með einum eða öðrum hætti, en hún kom hingað til lands á fölsuðum ferðaskilríkjum fyrir um tíu dögum. Talið er að neyða hafi átt stúlkuna í vændi. Hún gaf upp rangt nafn við komuna til landsins, en hefur nú sagt til sín og hefur það verið sannreynt. Stúlkan er aðeins 19 ára, fædd árið 1990, en verið er að kanna bakgrunn hennar betur í samstarfi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Konan er nú á vegum lögreglunnar á Suðurnesjum og verður ekki ákveðið neitt um framhaldið fyrr en rannsókn málsins er lengra komin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið mun umfangsmeira en talið var í fyrstu. Hinir handteknu séu allir grunaðir um að tengjast skipulögðum glæpahópi, sem hafi alþjóðleg tengsl. Umrætt mál er eingöngu rannsakað sem mansalsmál, jafnvel þótt talið sé að mennirnir tengist annari glæpastarfsemi einnig. Afar erfitt er að færa sönnur á mansal og hefur slíkt mál aldrei komið fyrir dóm á Íslandi.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira