Fleiri fréttir

Frumvarpið lagt fram í dag - sameiginleg yfirlýsing birt

Nýtt Icesave frumvarp verður lagt fram á Alþingi í dag en í gær var tilkynnt um að samkomulag hefði náðst við Breta og Hollendinga í málinu. Þá er búist við því að í dag verði sameiginleg yfirlýsing frá Íslendingum Bretum og Hollendingum birt. Yfirlýsingin er liður í samkomulaginu og þar verður tekið fram að Bretland og Holland hafi meðal annars fallist á þá efnahagslegu skilmála sem settir voru með lögum Alþingis um ríkisábyrgð á Icesave.

Skotbardagi í Puerto Rico

Sjö manns eru látnir og að minnsta kosti 25 særðir eftir skotbardaga sem átti sér stað í borginni San Juan í Puerto Rico í gær.

Grunur leikur á íkveikju

Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út þegar tilkynnt var um eld í húsinu við Skólavörðustíg 40 laust fyrir klukkan 15 í gærdag. Húsið var mannlaust þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu. Grunur leikur á íkveikju.

Stuðningur við stjórnina eykst lítillega

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist lítillega á síðustu mánuðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, en stjórnin mælist enn með stuðning minnihluta kjósenda.

Verð á bókum hækkar um 10 til 15 prósent

Forlagið er stærsta bókaútgáfan á Íslandi og gefur um 200 titla út á árinu. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að þrátt fyrir að bókaverð hjá þeim hækki á milli ára sé sú hækkun minni en almenn verðlagsþróun á Íslandi. „Í fyrra hækkaði verðið ekki neitt, þrátt fyrir uppsafnaða hækkunarþörf og aukinn kostnað,“ segir Egill.

Orkuskattur gæti fælt verksmiðju frá

„Ef þessi áform ganga eftir verður nær útilokað að selja þá hugmynd að staðsetja verksmiðjuna hér. Mitt persónulega mat er að þetta slái okkur út af borðinu“, segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland, spurður um áhrif boðaðra orku- og auðlindaskatta á fyrirætlanir um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Biðlisti eftir föstum básum í Kolaporti

viðskipti Stóraukin ásókn er í sölupláss í Kolaportinu í Reykjavík, að sögn Gunnars Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Kolaportsins. Hann segir þó erfitt að leggja tölulegt mat á aukninguna, þar sem alla jafna hafi verið skipað í öll pláss. Hann finni þó fyrir því að pláss sem losna séu tekin mun fyrr en áður.

Þrisvar brotist inn í sama skólann

Aftur var brotist inn í skólastofu (kálf) við Myllubakkaskóla. En fyrir viku var brotinn upp gluggi á skólastofu og stolið þaðan hvítum Sony 3LCO myndvarpa.

Yfirlýsing frá Baldri Guðlaugssyni

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri Menntamálaráðuneytisins, áður fjármálaráðuenytisins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum innherjaviðskiptum hans sem sérstakur saksóknari á að hafa til rannsóknar.

Eldur í húsi hústökumanna

Eldur kviknaði í húsi á Skólavörðustíg nú rétt fyrir þrjú í dag. Að sögn varðstjóra er mikill viðbúnaður vegna brunans en sjúkrabílar og slökkviliðsbílar eru ýmist á leiðinni á vettvang eða eru komnir.

Nasistaglingur til sölu á íslenskri bloggsíðu

Nafnlaus Íslendingur, sem kallar sig Himmler, í höfuðið á Heinrich Himmler, yfirmanni Gestapó og SS sveitanna, er með tvo verðmæta nasistahringi til sölu á bloggsíðu á vefsvæði Vísis. Þá er einnig hægt að kaupa bókina Mein Kampf.

Menntamálaráðherra: Staða Baldurs skoðuð eftir helgi

Staða Baldurs Guðlaugssonar sem er ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins, verður skoðuð eftir helgi að sögn Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, þegar við hana var rætt fyrir utan stjórnarráðið í hádeginu.

Bensínsforstjóri til varnar ráðuneytisstjóra

„Þegar einstaklingur kemst að því að fyrirtæki sem hann á mikið undir í er annað hvort búið að gefa út rangar eða villandi upplýsingar um stöðu sína eða þá að að því steðji slík ógn að líkur séu á gjaldþroti, hver er þá réttur hans?“ skrifar Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, á vefsvæði Pressunnar þar sem hann bloggar til varnar Baldri Guðlaugssyni fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins.

Norðmaður lést í slysinu í Haukadal

Karlmaðurinn sem lést í fjórhjólaslysi á Haukadalsheiði síðastliðinn föstudag var 47 ára gamall Oslóarbúi, eftir því sem fram kemur á fréttavef TV 2 í Noregi.

Menntamálaráðherra vill takmarka nafnlaus ummæli á netinu

Nýtt fjölmiðlafrumvarp verður kynnt fyrir öllum þingflokkum í næstu viku og svo lagt fyrir Alþingi til umræðu. Ein af tillögunum sem finna má í frumvarpinu er ábyrgðarákvæði um nafnlaus ummæli á fréttasíðum á netinu. Fjölmiðlar eru gerðir ábyrgir fyrir nafnlausum ummælum sem birtast á vefsvæðum þeirra.

Femínistar vilja vitnavernd og lokun súlustaða

Femínistafélag Íslands krefst þess að súlustaðir verði lokaðir og að fórnalamba- og vitnavernd verði innleidd í íslensk lög í samræmi við alþjóðasamninga og að aðgerðaráætlun gegn mansali verði hrint í framkvæmd strax samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Indriði H. Þorláksson: Niðurstaða fengin í flestum atriðum Icesave

Niðurstaða er fengin í flestum atriðum í Icesave samningnum á milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda, segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann segir þó að enn eigi eftir að ganga frá lausum endum sem séu aðallega tæknileg atriði varðandi samninginn.

Undarlegur erill hjá lögreglu í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn varðstjóra þá var það eftir hálf fimm í nótt sem útköllum fjölgaði stórlega. Mikið var um slagsmál í miðbænum og í einu tilviki þurftu lögreglumenn að fara inn á skemmtistað í miðborginni til þess að aðstoða dyraverði við að stöðva áflogahunda. Það þykir óvanalegt.

Vísindamenn snéru kynvísum ávaxtaflugum

Vísindamenn við Háskólann í Toronto í Kanada fundu út með þrotlausum rannsóknum að með því að breyta erfðaefnum ávaxtaflugunnar urðu þær samkynhneigðar. Flugurnar hættu að framleiða ákveðið ferómón, eða lykt, sem varð til þess að þær urðu ómótstæðilegar í augum annarra ávaxtaflugna - og þá skipti engu hvaða kyn var um að ræða.

„Afhverju hata þig allir Obama?“

Hinn tíu ára gamli Terence Scott sló sjálfan forseta Bandaríkjanna og friðarnóbelsverðlaunahafann, Barack Obama, út af laginu í New Orleans á dögunum. Obama var á fundi með íbúum borgarinnar í borgarráðshúsinu þegar Terence kom upp á svið og fékk að spyrja forsetann einnar spurningar. Og hann hikaði ekki heldur spurði:

Snaróð mamma laug til um veikindi sonar síns fyrir peninga

Upp hefur komist um hryllingsmömmu frá Bretlandi sem hefur misnotað barnið sitt hrottalega í gegnum árin. Hún er búinn að ljúga að öllum, meðal annars barninu sjálfu, að það sé langveikt. Meðal annars hefur móðirin, sem ekki hefur verið nefnd á nafn í Bretlandi, látið átta ára gamlan son sinn gangast undir læknisaðgerðir á þremur mismunandi spítölum þau sex ár sem hún hefur blekkt kerfið og jafnvel bresku konungsfjölskylduna.

Hryllilegt barnamorð: Óhugnanlegar upptökur fundust á vettvangi

Lögreglan í Manchester fann óhugnanlegt myndband af systkinunum Theo Molemohi, sem var tveggja ára, og Yolöndu, sem var fjögurra ára, þar sem þau kvöddu móður sína. Systkinin voru myrt á heimili föður síns en móðir þeirra kom að þeim. Faðirinn, Petros Mwashita, er grunaður um verknaðinn en hann var búinn að taka of stóran skammt af lyfjum þegar lögreglan kom á vettvang.

Allir mansalsmennirnir búnir að gefa sig fram

Mennirnir, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í dag vegna tengsla við mansalsmál, hafa allir gefið sig fram við lögreglu. Lýst var eftir mönnunum í fjölmiðlum í dag.

Eftirlýstur mansalsmaður gaf sig fram

Einn lithái af þremur sem lögreglan á suðurnesjan lýsti eftir í dag vegna meints mansalsmáls sem nú er til rannsókns hefur gefið sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Lýst er eftir tveimur litháum sem einnig eru taldir tengjast málinu.

Roman Polanski lagður inn á sjúkrahús

Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski lagðist inn á sjúkrahús í gær í Zúrich í Sviss og gengst undir læknisrannsóknir samkvæmt The Daily Telegraph. Pólski leikstjórinn var handtekinn í Sviss í lok síðasta mánaðar þegar hann hugðist sækja kvikmyndahátíð. Hann hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum síðan 1977 fyrir að hafa kynmök við þrettán ára stúlku.

Lýst eftir mansalsmönnum

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum um mennina á meðfylgjandi myndum en myndirnar tengjast rannsókn á ætluðu mansali. Þeir sem telja sig þekkja mennina eða geta gefið einhverjar upplýsingar um þá eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1700, eða við næstu lögreglustöð.

Vegfarendur sýni varkárni í kólnandi veðri

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði en annars eru allar aðalleiðir á landinu greiðfærar samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Nú er spáð kólnandi veðri og má því búast við hálku og eru vegfarendur því beðnir um að sýna varkárni.

Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings vegna steinaþjófnaðar

Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði rannsakar nú innbrot og þjófnað í steinasafn að Teigarhorni í Berufirði og óskar eftir liðsinni almennings. Vísir sagði frá því í morgun hvernig óprúttnir þjófar fóru inn á bóndabæinn að Teigarhorni og stálu hátt í 500 geislasteinum.

Sterar faldir inn í loftpressu

Í byrjun október fann tollgæslan við hefðbundið eftirlit talsvert magn stera í vörusendingu til fyrirtækis. Þetta kemur fram á heimasíðu tollsins.

Stórþjófnaður: Fimm hundruð geislasteinum stolið

Verðmætu steinasafni var stolið af bænum Teigarhorni við Djúpavog fyrir helgi en þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gær. Eigandi steinanna, Jónína Ingvarsdóttir, telur að þjófurinn hafi ásælst steinanna sérstaklega. Jónína segir að steinarnir, sem eru svokallaðir geislasteinar, eða Zeolíte-steinar, séu milljóna króna virði.

Glóðarbruni í Grafarvogi

Glóðarbruni varð í Grafarvogi í nótt þegar leslampi féll á dýnu. Húsráðandinn kom heim til sín rúmlega tvö í nótt og fann þá sérkennilega eiturgufulykt. Hann fann engan eld en hringdi engu að síður í neyðarlínuna sem sendi slökkviliðið á svæðið.

Innbrot í Reykjanesbæ

Tvö innbrot voru framinn í Reykjanesbæ í nótt og gærkvöldi. Í fyrra innbrotinu fór þjófurinn inn og náði að taka með sér tvær fartölvur.

Ólöglegur kappakstur á Granda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum á Granda vegna hraðaksturs. Kvartað var undan hávaða.

Stærsti bankinn skilar tapi

Bank of America, umsvifamesti viðskiptabanki Bandaríkjanna, tapaði einum milljarði dala, jafnvirði 124 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um tæplega 1,2 milljarða dala.

Hröktu ráðherra úr púlti

Brottvísun hælisleitenda til Grikklands er umdeild. Mótmælendur hafa farið mikinn. Dæmi eru um að Útlendingastofnun hafi látið hjá líða að senda fólk til Grikklands. Sjálfstætt mat er lagt á sérhverja umsókn.

Árás á lögreglustöð í Peshawar

Pakistan, AP Þrír sjálfsvígsárásarmenn réðust vopnaðir sprengjum á lögreglustöð í Peshawar í Pakistan í gær, daginn eftir að sprengjuárásir voru gerðar á fjórar lögreglustöðvar í landinu. Árásin kostaði þrettán manns lífið.

Vilja þúsund milljarða lánalínu

Framsóknarmenn telja, eins og málum er háttað, rétt að stjórnvöld óski með formlegum hætti eftir þúsund milljarða króna lánalínu frá Noregi. Af þeirri fjárhæð kunni að vera þörf fyrir að draga um þriðjung, það er fá rúmlega 300 milljarða að láni.

Gasaskýrslan til Öryggisráðsins

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað í gær að skýrsla um mannréttindabrot Ísraela og Palestínumanna í þriggja vikna stríði á Gasaströnd um síðustu áramót verði send Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til umfjöllunar.

Stálu hraðbanka og deildu þýfinu

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir fjölmörg brot, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Saman stálu þeir til dæmis hraðbanka sem innihélt 2,2 milljónir króna. Þeir brutu bankann upp síðar sama dag og skiptu þýfinu á milli sín. Mennirnir, sem eru allir af erlendum uppruna, stálu hraðbankanum aðfaranótt sunnudagsins 1. febrúar. Hann var í anddyri verslunarmiðstöðvar að Sunnumörk 1 í Hveragerði.

Séra Gunnar getur ekki hunsað biskup

Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan.

Sjá næstu 50 fréttir