Hagfræðingur: Greiðsluþrot verður vart umflúið Sigríður Mogensen skrifar 19. október 2009 12:00 Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira