Skuldum vafin þjóð eykur á skuldir sínar 20. október 2009 06:00 Málin rædd Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stungu saman nefjum undir umræðum um AGS á þingi í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir hló. fréttablaðið/pjetur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær. Sagði hann margt hafa breyst síðan stofnað var til samstarfsins fyrir um ári og margir hafi orðið til að benda á að aðkoma sjóðsins að málum hér sé ekki endilega nauðsynleg lengur. Vakti hann athygli á yfirlýsingu Breta og Hollendinga um að með nýjum Icesave-samningi yrði liðkað fyrir endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands. Sigmundur spurði hvers vegna stjórnvöld legðu jafnmikið á sig og raun bæri vitni um til að njóta aðstoðar sjóðsins, það er að gefast upp gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu. Aðstoð AGS væri slæm fyrir efnahagslífið; ekki sé hægt að styrkja gengi krónunnar til langs tíma með lántökum og vextir séu hér hærri en annars staðar. „Þjóðin er fyrst og fremst í skuldakreppu, af hverju er þá verið að auka skuldirnar?“ spurði Sigmundur. Allt væri gert fyrir AGS en allt ynni það gegn hagsmunum þjóðarinnar. Kallaði hann stjórnarsamstarfið banvænt faðmlag vinstri flokkanna sem myndi leiða þjóðina til glötunar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra valdi þá leið að svara ekki ávirðingum Sigmundar heldur rekja í grófum dráttum efnahagsáætlun Íslands og AGS og stöðu hennar. Sagði hann margt benda til að dregið hafi úr lánsfjárþörf en engu að síður þyrfti að taka umtalsverð erlend lán. Ekkert benti til að í boði væru hagstæðari lán en þau sem þegar hefur verið samið um á pólitískum forsendum. Steingrímur sagði óþolandi hve endurskoðunin hefði tafist og fullyrti að kvörtunum hefði margsinnis verið komið á framfæri við sjóðinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að Steingrímur hefði fyrir ári kallað það fjárkúgun ef tengsl væru milli AGS og Icesave. Nú hefði komið á daginn að svo hefði verið í pottinn búið. Vildi hann skýringar á viðhorfsbreytingu Steingríms en fékk ekki. Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni kvaðst telja að greiðsluþrot þjóðarbúsins verði varla umflúið ef ekki kemur til endurskoðunar á samstarfinu við AGS. Sagði hún ráð sjóðsins eins og termíta á innviði velferðarsamfélagsins og tímabært væri að afþakka aðstoð hans. Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem til máls tóku voru almennt þeirrar skoðunar að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væri gagnrýnivert en engu að síður nauðsynlegt. Óraunhæft væri að ætla að Ísland vinni sig út úr erfiðleikunum án aðstoðar AGS. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær. Sagði hann margt hafa breyst síðan stofnað var til samstarfsins fyrir um ári og margir hafi orðið til að benda á að aðkoma sjóðsins að málum hér sé ekki endilega nauðsynleg lengur. Vakti hann athygli á yfirlýsingu Breta og Hollendinga um að með nýjum Icesave-samningi yrði liðkað fyrir endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands. Sigmundur spurði hvers vegna stjórnvöld legðu jafnmikið á sig og raun bæri vitni um til að njóta aðstoðar sjóðsins, það er að gefast upp gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu. Aðstoð AGS væri slæm fyrir efnahagslífið; ekki sé hægt að styrkja gengi krónunnar til langs tíma með lántökum og vextir séu hér hærri en annars staðar. „Þjóðin er fyrst og fremst í skuldakreppu, af hverju er þá verið að auka skuldirnar?“ spurði Sigmundur. Allt væri gert fyrir AGS en allt ynni það gegn hagsmunum þjóðarinnar. Kallaði hann stjórnarsamstarfið banvænt faðmlag vinstri flokkanna sem myndi leiða þjóðina til glötunar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra valdi þá leið að svara ekki ávirðingum Sigmundar heldur rekja í grófum dráttum efnahagsáætlun Íslands og AGS og stöðu hennar. Sagði hann margt benda til að dregið hafi úr lánsfjárþörf en engu að síður þyrfti að taka umtalsverð erlend lán. Ekkert benti til að í boði væru hagstæðari lán en þau sem þegar hefur verið samið um á pólitískum forsendum. Steingrímur sagði óþolandi hve endurskoðunin hefði tafist og fullyrti að kvörtunum hefði margsinnis verið komið á framfæri við sjóðinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að Steingrímur hefði fyrir ári kallað það fjárkúgun ef tengsl væru milli AGS og Icesave. Nú hefði komið á daginn að svo hefði verið í pottinn búið. Vildi hann skýringar á viðhorfsbreytingu Steingríms en fékk ekki. Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni kvaðst telja að greiðsluþrot þjóðarbúsins verði varla umflúið ef ekki kemur til endurskoðunar á samstarfinu við AGS. Sagði hún ráð sjóðsins eins og termíta á innviði velferðarsamfélagsins og tímabært væri að afþakka aðstoð hans. Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem til máls tóku voru almennt þeirrar skoðunar að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væri gagnrýnivert en engu að síður nauðsynlegt. Óraunhæft væri að ætla að Ísland vinni sig út úr erfiðleikunum án aðstoðar AGS. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira