Innlent

Lamdi kynsystur sína eftir skólaball

Mynd/Haraldur Jónasson
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 19 ára stúlku fyrir líkamsárás fyrir utan 800 Bar á Selfossi í október á síðasta ári. Þá reif hún í hár kynsystur sinnar sem var að koma af skólaballi með þeim afleiðingum að hún féll í götuna.

Hin dæmda lét ekki staðar numið þar heldur sparkaði í þá síðarnefndu þar sem hún lá í götunni, með þeim afleiðingum að stúlkan hruflaðist á báðum fótum við hné og á framanverðum fótleggjum og skarst á hægri fæti fyrir neðan hnéskel þannig að sauma þurfti 10 spor.

Dómurinn er skilborðsbundinn til tveggja ára. Hin dæmda var jafnframt gert að greiða stúlkunni sem hún réðst á rúmlega 200 þúsund í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×