Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt hjá lögreglumönnum Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti víðs vegar um landið. Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík en lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbænum. Tveir voru stöðvaðir undir morgun grunaðir um ölvunarakstur. 13.9.2009 09:46 Laug til um hnífaárás á Selfossi Karlmaður á tvítugsaldri laug að lögreglu þegar hann sagði tvo menn hafa ráðist á sig fyrir aftan verslun N1 á Selfossi í fyrrinótt og veitt sér áverka í andliti. Þetta gerði hann til að forðast frekari vandræði eftir að vasahnífur slæddist í andlit hans í unglingasamkvæmi í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu umrædda nótt. 13.9.2009 09:26 40 kindur drukknuðu Hátt í 40 ær og lömb drukknuðu seinnipartinn í gær þegar verið var að reka féð yfir á en varið var að smala fénu í Hraunsrétt í Aðaldal. Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru ekki mikilir vatnavextir í ánni og óljóst hvað olli óhappinu. 13.9.2009 09:11 Eftirlýstur morðingi hélt fólki í gíslingu og sofnaði Eftirlýstur morðingi sem hélt hjónum í Kansas í Bandaríkjunum í gíslingu á heimili þeirra í gærmorgun gat ekki haldið sér vakandi og sofnaði eftir nokkra klukkustunda gíslatöku. Það gerði það að verkum að fólkið losnaði úr tæplega sjö klukkustunda prísund og náði að gera lögreglu viðvart sem handtók í framhaldinu hinn eftirlýsta glæpamann. 13.9.2009 07:30 Morðalda í Mexíkó Fjórir menn fundust skotnir til bana í bifreið nálægt landamærum Mexíkós og Bandaríkjanna í vikunni. Bifreiðin fannst í útjaðri borgarinnar Ciudad Juarez. 12.9.2009 23:00 Valgeir hlaut flest atkvæði hjá Borgarahreyfingunni Niðurstöður í stjórnarkjöri á landsfundi Borgarahreyfingarinnar liggja fyrir eftir dramatískan dag. Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði. Atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu höfðu 658 félagar en 111 greiddu atkvæði eða um 17%. 12.9.2009 21:31 Peres missti meðvitund Shimon Peres, forseti Ísraels, missti meðvitund um stund þegar hann var viðstaddur athöfn í Tel Aviv í kvöld. Hann komst þó fljótt aftur til meðvitundar og þvertók fyrir að vera fluttur á sjúkrahús. 12.9.2009 20:44 Sérstakur saksóknari fær aðgang að gögnum í Bretlandi og Lúxemborg Embætti sérstaks saksóknara hefur nú samið við yfirvöld í Lúxemborg og Bretlandi um aðgengi að gögnum og framkvæmd rannsóknaraðgerða. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá stöðu geta komið upp að einstaklingur sem er viðriðinn bankahrunið hér á landi hafi einnig gerst brotlegur í Bretlandi. 12.9.2009 18:43 Fluttur á slysadeild eftir bifhjólaslys Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Hringbraut á áttunda tímanum í kvöld. Litlar upplýsingar fengust hjá lögreglu og slökkviliði um líðan mannsins eða um aðdraganda slyssins , en lögreglumenn eru enn á staðnum. Að sögn sjónarvotta virðist ökumaðurinn hafa ekið á ljósastaur. 12.9.2009 20:29 Skýrsla vistheimilisnefndar hvítþvottur og yfirklór Þrír einstaklingar sem voru á vistheimilinu á Kumbarvogi á síðustu öld eru afar ósátt við skýrslu vistheimilisnefndar sem kynnt var í vikunni og kalla hana hvítþvott og yfirklór. Þau munu á mánudag krefjast þess að Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra, láti endurskoða skýrsluna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12.9.2009 19:22 Þingmennirnir íhuga hvort þeir starfi áfram innan hreyfingarinnar Upplausn ríkir hjá Borgarahreyfingunni og geta þingmenn hennar fara nú yfir stöðuna og hvort þeir geti hugsað sér að vinna áfram fyrir hreyfinguna. Tillaga var kjörin á landsfundi hennar í dag sem er þvert á vilja þingmannanna. 12.9.2009 18:59 Magnús hættir í bankaráði Seðlabankans „Þar sem störf mín hafa nú opinberlega verið tortryggð með ómaklegum hætti hef ég ákveðið að fara þess á leit við Alþingi að mér verði veitt lausn frá störfum sem bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands,“ segir Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. 12.9.2009 17:38 Hótaði að nauðga kennara sínum Fjórtán ára bandarískur nemandi var handtekinn í gær fyrir að hafa hótað að nauðga kennara sínum myndi kennarinn ekki breyta einkunnum hans innan 48 klukkutíma. 12.9.2009 22:15 Enginn með allar tölurnar réttar í lottóinu Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og því verður potturinn fimmfaldur næst og stefnir í 35 milljónir. Einn heppinn var með allar tölurnar réttar í jókernum og fær að launum tvær milljónir. Lukkumiðinn var keyptur í Shell, Gylfaflöt. 12.9.2009 19:55 Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum í dag. Um var að ræða kórinn Erinnap Nipaa frá Qaqortoq, en tilgangur heimsóknarinnar til Íslands er að styrkja menningartengsl landanna í kjölfar aukis sjálfstæðis Grænlands. Kórinn og trommuleikarinn sem fylgir honum ætla að halda þrenna tónleika hér á landi, á Seltjarnarnesi, í Reykjavík og á Akranesi, en Akranes og Kvakor-tog eru vinabæir. 12.9.2009 19:09 Jákvæðni mikilvæg í garð þeirra sem greinast með krabbamein „Mikilvægast er að vera jákvæður í garð aðstandenda sinna sem greinast með krabbamein," segir Randver Þorláksson leikari en konan hans greindist í tvígang með sjúkdóminn. Krabbameinsfélagið kynnti fjölda félaga fyrir bæði krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra í dag. 12.9.2009 19:05 Fimmtán ár fyrir að stinga með sprautunál Ígúrar eru minnihlutahópur múslima í Kína. Þeir búa flestir í Xinjiang héraði þar sem þeir eru um tíu milljónir talsins. 12.9.2009 18:30 Löggur lemja í Úganda Fjórtán manns hafa fallið og yfir eitthundrað særst í óeirðum í Kampala höfuðborg Úganda síðustu tvo daga. 12.9.2009 17:26 Chavez gleður Rússa Það fór vel á með þeim Hugo Chavez forseta Venesúela og Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands þegar sá fyrrnefndi heimsótti Moskvu í vikunni. 12.9.2009 17:12 Kveiktu í flaki flugvélar á fjölmennri æfingu Kveikt var í flaki flugvélar að gerðinni Fokker 50 á flugslysaæfingu sem fór fram á Egilsstaðaflugvelli sem lauk á þriðja tímanum í dag. Rúmlega 200 manns tóku þátt í æfingunni. Bjarni Sighvatsson, æfingastjóri og starfsmaður Flugstoða, segir að æfingin hafi gengið vel en eins og ávallt í umfangsmiklum æfingum koma ýmis atriði fram sem mættu fara betur, að fram kemur í tilkynningu. 12.9.2009 16:53 Fasískar tillögur samþykktar á landsfundi Borgarahreyfingarinnar Landsfundur Borgarahreyfingarinnar samþykkti fundi sínum í dag fasískar tillögur, að mati fráfarandi formanns flokksins. 12.9.2009 16:46 Fækkar á Íslandsmeistaramótinu í póker Á fjórða tímanum í dag voru einungis átta af 180 keppendum fallnir úr leik á Íslandsmeistaramótinu í póker sem hófst í hádeginu á Hilton Hótel Nordica. Keppni verður framhaldið þangað til 18 keppendur standa eftir. Þá verður gert hlé fram til hádegis á morgun. 12.9.2009 16:09 Engin viðbrögð frá Framsókn varðandi mál Magnúsar Engin viðbrögð hafa borist frá forystu Framsóknarflokksins varðandi mál Magnúsar Árna Skúlasonar, fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Þeir þingmenn sem fréttastofa náði tali af vildu ekki tjá sig um málið. 12.9.2009 15:33 Karzai virðist hafa unnið í Afganistan Kjörstjórn Afganistans hefur sent frá sér nýjar tölur sem benda til þess að Hamid Karzai forseti hafi unnið sigur í forsetakosningunum sem haldnar voru tuttugasta ágúst síðastliðinn. 12.9.2009 15:08 Sex unglingar særðust í skotárás í London Sex ungir menn á aldrinum 16 til 19 ára særðust í skotárás í norðurhluta London í nótt. Enginn þeirra er lífshættulega slasaður. Árásin er sögð tengjast glæpagengjum en undanfarin tvö ár hafa tugir ungra manna verði skotnir eða stungnir til bana í borginni. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, heitir því að harðar verði tekið á ofbeldisverkum. 12.9.2009 15:02 Lögregla lýsir eftir vitnum að líkamsárás á Selfossi Ráðist var á mann á þrítugsaldri fyrir aftan verslun N1 á Selfossi í nótt. Manninum var komið undir læknishendur en sauma þurfti 13 spor í andlit mannsins sem var í framhaldinu sendur heim. 12.9.2009 14:11 Ísland í sínu rétta ljósi - myndir Þegar sólin skín og lýsir upp landið dettur mörgum í hug að draga myndavélarnar úr slíðrum sínum og fanga augnablikið. En þau augnablik sem þá eru fest á filmu gefa ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum. 12.9.2009 13:51 Þriggja daga æfingu lokið Í hádeginu lauk æfingu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar sem staðið hefur yfir síðan á fimmtudag á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Viðstaddir æfinguna voru 10 aðilar frá ISARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk þeirra var að meta getu sveitarinnar og í framhaldinu að veita henni vottun sem fullgild alþjóðleg björgunarsveit. 12.9.2009 13:29 Netanyahu fór með leynd til Rússlands Ísraelskir fjölmiðlar eru í nokkru uppnámi eftir að upplýst var að Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hefði farið með leynd til Rússlands til að funda með ráðamönnum þar. 12.9.2009 13:00 Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 12.9.2009 12:50 Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis. 12.9.2009 12:25 Bretar senda sérfræðinga til Íslands vegna bankahrunsins Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar ætlar að senda sérfræðinga til Íslands vegna rannsóknar sinnar á bankahruninu hér á landi. Yfirmaður deildarinnar fundaði með Ólafi Haukssyni saksóknara og Evu Joly í Lundúnum í gær. 12.9.2009 12:12 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12.9.2009 11:28 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu Rúmlega 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fer fram á Egilsstaðaflugvelli þegar kveikt verður í flugvélaflaki. Markmiðið með flugslysaæfingum er að leiða saman þá viðbragðsaðila sem hafa hlutverki að gegna við hópslys. Æfingin í dag verður sú þriðja sem fram hefur farið í ár. 12.9.2009 11:13 Íran breytir ekki um stefnu í kjarnorkumálum Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í dag að hann geri ráð fyrir að greinargerð sem þeir sendu vesturlöndum gæti orðið grunnurinn að samningaviðræðum. Hann tók þó fram að Íranir myndu ekki gera breytingar á stefnu sinni í kjarnorkumálum. 12.9.2009 11:00 Íslandsmeistaramótið í póker hefst í hádeginu Íslandsmeistaramótið í póker hefst klukkan 12 á eftir en það fer fram á Hilton Hótel Nordica. 180 þátttakendur eru skráðir til leiks. Áhorfendur geta mætt og fylgst með. 12.9.2009 10:56 Ísraelar hóta stórfelldum hefndarárásum Ísraelar segjast reiðubúnir að gera stórfelldar hefndarárásir á Líbanon ef framhald verður á eldflaugaskotum þaðan. Tveim eldflaugum var skotið yfir landamærin í gær. Ísraelar svöruðu með nokkrum fallbyssuskotum, en aðhöfðust ekki frekar. 12.9.2009 10:27 Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. 12.9.2009 10:17 Ítrekar að greiðslur Landsvirkjunar runnu til sveitarstjórnarmanna Sigurður Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, ítrekar fyrri orð sín um að Landsvirkjun hafi greitt sveitarstjórnarmönnum í hreppnum fyrir skipulagsvinnu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag kveðst hann vera undrandi á því að núverandi oddviti hreppsins skuli blákalt halda öðru fram. 12.9.2009 09:51 Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12.9.2009 09:24 Róleg nótt hjá lögreglu Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina. Tveir gistu fangageymslur lögreglu. 12.9.2009 09:04 Vilja að ríkið nýti nýja tekjumöguleika Talsmenn stjórnarandstöðunnar vilja að ríkissjóður leiti nýrra tekna frekar en að hækka skatta um 28-30 milljarða króna á næsta ári eins og stefnt er að. Auk hærri skatta hyggur ríkisstjórnin á 33-35 milljarða niðurskurð. 12.9.2009 08:15 Rúmlega þúsund með svínaflensu Á annað þúsund manns hafa nú veikst af svínaflensu hér á landi að því er talið er. Frá 29. júní til 6. september voru skráð samtals 1.078 tilfelli með inflúensulík einkenni, eða staðfesta inflúensu, í rafrænan gagnagrunn heilbrigðiskerfisins. Þar af voru 492 karlar og 586 konur. Flest tilfellin eru í aldurshópnum 15 til 34 ára. Flest eru skráð á Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu en fæst í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem faraldurinn sé fyrr á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og hann berist seinna út á land, að Vesturlandi frátöldu. 12.9.2009 07:00 Segir hund hafa étið læri af lifandi lambi „Lambið hefur áreiðanlega verið lifandi þar til búið var að éta helminginn af lærinu,“ segir Hreinn Ólafsson, fjárbóndi í Helgadal ofan við Mosfellsdal. Tvö lömb fundust dauð á þriðjudag við ána Köldukvísl, um fimm hundruð metra fyrir ofan Gljúfrastein. Talið er öruggt að þau hafi verið drepin af hundi. Að sögn Hreins er aðeins einn og hálfur mánuður frá því sex ær fundust drepnar af hundum í Seljadal ofan við Helgadal. 12.9.2009 06:00 Óperuhús í Kópavogi slegið af „Ef þetta gengur eftir þá liggur fyrir að óperuhúsið verður slegið af,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri Kópavogs, um samþykkt bæjarráðs frá því á fimmtudag um að leggja niður undirbúningsnefnd um byggingu óperuhúss í Kópavogi. 12.9.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tíðindalítil nótt hjá lögreglumönnum Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti víðs vegar um landið. Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík en lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbænum. Tveir voru stöðvaðir undir morgun grunaðir um ölvunarakstur. 13.9.2009 09:46
Laug til um hnífaárás á Selfossi Karlmaður á tvítugsaldri laug að lögreglu þegar hann sagði tvo menn hafa ráðist á sig fyrir aftan verslun N1 á Selfossi í fyrrinótt og veitt sér áverka í andliti. Þetta gerði hann til að forðast frekari vandræði eftir að vasahnífur slæddist í andlit hans í unglingasamkvæmi í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu umrædda nótt. 13.9.2009 09:26
40 kindur drukknuðu Hátt í 40 ær og lömb drukknuðu seinnipartinn í gær þegar verið var að reka féð yfir á en varið var að smala fénu í Hraunsrétt í Aðaldal. Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru ekki mikilir vatnavextir í ánni og óljóst hvað olli óhappinu. 13.9.2009 09:11
Eftirlýstur morðingi hélt fólki í gíslingu og sofnaði Eftirlýstur morðingi sem hélt hjónum í Kansas í Bandaríkjunum í gíslingu á heimili þeirra í gærmorgun gat ekki haldið sér vakandi og sofnaði eftir nokkra klukkustunda gíslatöku. Það gerði það að verkum að fólkið losnaði úr tæplega sjö klukkustunda prísund og náði að gera lögreglu viðvart sem handtók í framhaldinu hinn eftirlýsta glæpamann. 13.9.2009 07:30
Morðalda í Mexíkó Fjórir menn fundust skotnir til bana í bifreið nálægt landamærum Mexíkós og Bandaríkjanna í vikunni. Bifreiðin fannst í útjaðri borgarinnar Ciudad Juarez. 12.9.2009 23:00
Valgeir hlaut flest atkvæði hjá Borgarahreyfingunni Niðurstöður í stjórnarkjöri á landsfundi Borgarahreyfingarinnar liggja fyrir eftir dramatískan dag. Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði. Atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu höfðu 658 félagar en 111 greiddu atkvæði eða um 17%. 12.9.2009 21:31
Peres missti meðvitund Shimon Peres, forseti Ísraels, missti meðvitund um stund þegar hann var viðstaddur athöfn í Tel Aviv í kvöld. Hann komst þó fljótt aftur til meðvitundar og þvertók fyrir að vera fluttur á sjúkrahús. 12.9.2009 20:44
Sérstakur saksóknari fær aðgang að gögnum í Bretlandi og Lúxemborg Embætti sérstaks saksóknara hefur nú samið við yfirvöld í Lúxemborg og Bretlandi um aðgengi að gögnum og framkvæmd rannsóknaraðgerða. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá stöðu geta komið upp að einstaklingur sem er viðriðinn bankahrunið hér á landi hafi einnig gerst brotlegur í Bretlandi. 12.9.2009 18:43
Fluttur á slysadeild eftir bifhjólaslys Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Hringbraut á áttunda tímanum í kvöld. Litlar upplýsingar fengust hjá lögreglu og slökkviliði um líðan mannsins eða um aðdraganda slyssins , en lögreglumenn eru enn á staðnum. Að sögn sjónarvotta virðist ökumaðurinn hafa ekið á ljósastaur. 12.9.2009 20:29
Skýrsla vistheimilisnefndar hvítþvottur og yfirklór Þrír einstaklingar sem voru á vistheimilinu á Kumbarvogi á síðustu öld eru afar ósátt við skýrslu vistheimilisnefndar sem kynnt var í vikunni og kalla hana hvítþvott og yfirklór. Þau munu á mánudag krefjast þess að Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra, láti endurskoða skýrsluna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12.9.2009 19:22
Þingmennirnir íhuga hvort þeir starfi áfram innan hreyfingarinnar Upplausn ríkir hjá Borgarahreyfingunni og geta þingmenn hennar fara nú yfir stöðuna og hvort þeir geti hugsað sér að vinna áfram fyrir hreyfinguna. Tillaga var kjörin á landsfundi hennar í dag sem er þvert á vilja þingmannanna. 12.9.2009 18:59
Magnús hættir í bankaráði Seðlabankans „Þar sem störf mín hafa nú opinberlega verið tortryggð með ómaklegum hætti hef ég ákveðið að fara þess á leit við Alþingi að mér verði veitt lausn frá störfum sem bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands,“ segir Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. 12.9.2009 17:38
Hótaði að nauðga kennara sínum Fjórtán ára bandarískur nemandi var handtekinn í gær fyrir að hafa hótað að nauðga kennara sínum myndi kennarinn ekki breyta einkunnum hans innan 48 klukkutíma. 12.9.2009 22:15
Enginn með allar tölurnar réttar í lottóinu Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og því verður potturinn fimmfaldur næst og stefnir í 35 milljónir. Einn heppinn var með allar tölurnar réttar í jókernum og fær að launum tvær milljónir. Lukkumiðinn var keyptur í Shell, Gylfaflöt. 12.9.2009 19:55
Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum í dag. Um var að ræða kórinn Erinnap Nipaa frá Qaqortoq, en tilgangur heimsóknarinnar til Íslands er að styrkja menningartengsl landanna í kjölfar aukis sjálfstæðis Grænlands. Kórinn og trommuleikarinn sem fylgir honum ætla að halda þrenna tónleika hér á landi, á Seltjarnarnesi, í Reykjavík og á Akranesi, en Akranes og Kvakor-tog eru vinabæir. 12.9.2009 19:09
Jákvæðni mikilvæg í garð þeirra sem greinast með krabbamein „Mikilvægast er að vera jákvæður í garð aðstandenda sinna sem greinast með krabbamein," segir Randver Þorláksson leikari en konan hans greindist í tvígang með sjúkdóminn. Krabbameinsfélagið kynnti fjölda félaga fyrir bæði krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra í dag. 12.9.2009 19:05
Fimmtán ár fyrir að stinga með sprautunál Ígúrar eru minnihlutahópur múslima í Kína. Þeir búa flestir í Xinjiang héraði þar sem þeir eru um tíu milljónir talsins. 12.9.2009 18:30
Löggur lemja í Úganda Fjórtán manns hafa fallið og yfir eitthundrað særst í óeirðum í Kampala höfuðborg Úganda síðustu tvo daga. 12.9.2009 17:26
Chavez gleður Rússa Það fór vel á með þeim Hugo Chavez forseta Venesúela og Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands þegar sá fyrrnefndi heimsótti Moskvu í vikunni. 12.9.2009 17:12
Kveiktu í flaki flugvélar á fjölmennri æfingu Kveikt var í flaki flugvélar að gerðinni Fokker 50 á flugslysaæfingu sem fór fram á Egilsstaðaflugvelli sem lauk á þriðja tímanum í dag. Rúmlega 200 manns tóku þátt í æfingunni. Bjarni Sighvatsson, æfingastjóri og starfsmaður Flugstoða, segir að æfingin hafi gengið vel en eins og ávallt í umfangsmiklum æfingum koma ýmis atriði fram sem mættu fara betur, að fram kemur í tilkynningu. 12.9.2009 16:53
Fasískar tillögur samþykktar á landsfundi Borgarahreyfingarinnar Landsfundur Borgarahreyfingarinnar samþykkti fundi sínum í dag fasískar tillögur, að mati fráfarandi formanns flokksins. 12.9.2009 16:46
Fækkar á Íslandsmeistaramótinu í póker Á fjórða tímanum í dag voru einungis átta af 180 keppendum fallnir úr leik á Íslandsmeistaramótinu í póker sem hófst í hádeginu á Hilton Hótel Nordica. Keppni verður framhaldið þangað til 18 keppendur standa eftir. Þá verður gert hlé fram til hádegis á morgun. 12.9.2009 16:09
Engin viðbrögð frá Framsókn varðandi mál Magnúsar Engin viðbrögð hafa borist frá forystu Framsóknarflokksins varðandi mál Magnúsar Árna Skúlasonar, fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Þeir þingmenn sem fréttastofa náði tali af vildu ekki tjá sig um málið. 12.9.2009 15:33
Karzai virðist hafa unnið í Afganistan Kjörstjórn Afganistans hefur sent frá sér nýjar tölur sem benda til þess að Hamid Karzai forseti hafi unnið sigur í forsetakosningunum sem haldnar voru tuttugasta ágúst síðastliðinn. 12.9.2009 15:08
Sex unglingar særðust í skotárás í London Sex ungir menn á aldrinum 16 til 19 ára særðust í skotárás í norðurhluta London í nótt. Enginn þeirra er lífshættulega slasaður. Árásin er sögð tengjast glæpagengjum en undanfarin tvö ár hafa tugir ungra manna verði skotnir eða stungnir til bana í borginni. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, heitir því að harðar verði tekið á ofbeldisverkum. 12.9.2009 15:02
Lögregla lýsir eftir vitnum að líkamsárás á Selfossi Ráðist var á mann á þrítugsaldri fyrir aftan verslun N1 á Selfossi í nótt. Manninum var komið undir læknishendur en sauma þurfti 13 spor í andlit mannsins sem var í framhaldinu sendur heim. 12.9.2009 14:11
Ísland í sínu rétta ljósi - myndir Þegar sólin skín og lýsir upp landið dettur mörgum í hug að draga myndavélarnar úr slíðrum sínum og fanga augnablikið. En þau augnablik sem þá eru fest á filmu gefa ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum. 12.9.2009 13:51
Þriggja daga æfingu lokið Í hádeginu lauk æfingu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar sem staðið hefur yfir síðan á fimmtudag á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Viðstaddir æfinguna voru 10 aðilar frá ISARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk þeirra var að meta getu sveitarinnar og í framhaldinu að veita henni vottun sem fullgild alþjóðleg björgunarsveit. 12.9.2009 13:29
Netanyahu fór með leynd til Rússlands Ísraelskir fjölmiðlar eru í nokkru uppnámi eftir að upplýst var að Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hefði farið með leynd til Rússlands til að funda með ráðamönnum þar. 12.9.2009 13:00
Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 12.9.2009 12:50
Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis. 12.9.2009 12:25
Bretar senda sérfræðinga til Íslands vegna bankahrunsins Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar ætlar að senda sérfræðinga til Íslands vegna rannsóknar sinnar á bankahruninu hér á landi. Yfirmaður deildarinnar fundaði með Ólafi Haukssyni saksóknara og Evu Joly í Lundúnum í gær. 12.9.2009 12:12
Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12.9.2009 11:28
200 manns taka þátt í flugslysaæfingu Rúmlega 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fer fram á Egilsstaðaflugvelli þegar kveikt verður í flugvélaflaki. Markmiðið með flugslysaæfingum er að leiða saman þá viðbragðsaðila sem hafa hlutverki að gegna við hópslys. Æfingin í dag verður sú þriðja sem fram hefur farið í ár. 12.9.2009 11:13
Íran breytir ekki um stefnu í kjarnorkumálum Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í dag að hann geri ráð fyrir að greinargerð sem þeir sendu vesturlöndum gæti orðið grunnurinn að samningaviðræðum. Hann tók þó fram að Íranir myndu ekki gera breytingar á stefnu sinni í kjarnorkumálum. 12.9.2009 11:00
Íslandsmeistaramótið í póker hefst í hádeginu Íslandsmeistaramótið í póker hefst klukkan 12 á eftir en það fer fram á Hilton Hótel Nordica. 180 þátttakendur eru skráðir til leiks. Áhorfendur geta mætt og fylgst með. 12.9.2009 10:56
Ísraelar hóta stórfelldum hefndarárásum Ísraelar segjast reiðubúnir að gera stórfelldar hefndarárásir á Líbanon ef framhald verður á eldflaugaskotum þaðan. Tveim eldflaugum var skotið yfir landamærin í gær. Ísraelar svöruðu með nokkrum fallbyssuskotum, en aðhöfðust ekki frekar. 12.9.2009 10:27
Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. 12.9.2009 10:17
Ítrekar að greiðslur Landsvirkjunar runnu til sveitarstjórnarmanna Sigurður Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, ítrekar fyrri orð sín um að Landsvirkjun hafi greitt sveitarstjórnarmönnum í hreppnum fyrir skipulagsvinnu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag kveðst hann vera undrandi á því að núverandi oddviti hreppsins skuli blákalt halda öðru fram. 12.9.2009 09:51
Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12.9.2009 09:24
Róleg nótt hjá lögreglu Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina. Tveir gistu fangageymslur lögreglu. 12.9.2009 09:04
Vilja að ríkið nýti nýja tekjumöguleika Talsmenn stjórnarandstöðunnar vilja að ríkissjóður leiti nýrra tekna frekar en að hækka skatta um 28-30 milljarða króna á næsta ári eins og stefnt er að. Auk hærri skatta hyggur ríkisstjórnin á 33-35 milljarða niðurskurð. 12.9.2009 08:15
Rúmlega þúsund með svínaflensu Á annað þúsund manns hafa nú veikst af svínaflensu hér á landi að því er talið er. Frá 29. júní til 6. september voru skráð samtals 1.078 tilfelli með inflúensulík einkenni, eða staðfesta inflúensu, í rafrænan gagnagrunn heilbrigðiskerfisins. Þar af voru 492 karlar og 586 konur. Flest tilfellin eru í aldurshópnum 15 til 34 ára. Flest eru skráð á Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu en fæst í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem faraldurinn sé fyrr á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og hann berist seinna út á land, að Vesturlandi frátöldu. 12.9.2009 07:00
Segir hund hafa étið læri af lifandi lambi „Lambið hefur áreiðanlega verið lifandi þar til búið var að éta helminginn af lærinu,“ segir Hreinn Ólafsson, fjárbóndi í Helgadal ofan við Mosfellsdal. Tvö lömb fundust dauð á þriðjudag við ána Köldukvísl, um fimm hundruð metra fyrir ofan Gljúfrastein. Talið er öruggt að þau hafi verið drepin af hundi. Að sögn Hreins er aðeins einn og hálfur mánuður frá því sex ær fundust drepnar af hundum í Seljadal ofan við Helgadal. 12.9.2009 06:00
Óperuhús í Kópavogi slegið af „Ef þetta gengur eftir þá liggur fyrir að óperuhúsið verður slegið af,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri Kópavogs, um samþykkt bæjarráðs frá því á fimmtudag um að leggja niður undirbúningsnefnd um byggingu óperuhúss í Kópavogi. 12.9.2009 06:00