Innlent

Valgeir hlaut flest atkvæði hjá Borgarahreyfingunni

Valgeir Skagfjörð.
Valgeir Skagfjörð. Mynd/Valgarður Gíslason

Niðurstöður í stjórnarkjöri á landsfundi Borgarahreyfingarinnar liggja fyrir eftir dramatískan dag. Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði. Atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu höfðu 658 félagar en 111 greiddu atkvæði eða um 17%.

Atkvæði féllu þannig:

Valgeir Skagfjörð (65 atkv.)

Heiða B. Heiðars (60)

Sigurður Hr. Sigurðsson (58)

Gunnar Sigurðsson (56)

Lilja Skaftadóttir (56)

Guðmundur Andri Skúlason (49)

Ingifríður Ragna Skúladóttir (47)

Varamenn

Björg Sigurðardóttir (42)

Ásthildur Jónsdóttir (39)

Bjarki Hilmarsson (28)

Jón Kr. Arnarson (26)

Örn Sigurðsson (26)

Ingólfur H. Hermannsson (21)






Tengdar fréttir

Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök

Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar.

Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins.

Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar

Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×