Innlent

Lögregla lýsir eftir vitnum að líkamsárás á Selfossi

Mynd/Anton Brink
Ráðist var á mann á þrítugsaldri fyrir aftan verslun N1 á Selfossi í nótt. Manninum var komið undir læknishendur en sauma þurfti 13 spor í andlit mannsins sem var í framhaldinu sendur heim.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi eru málsatvik óljós og því er lýst eftir vitnum að árásinni. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um hringja í lögreglunna á Selfossi í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×