Þingmennirnir íhuga hvort þeir starfi áfram innan hreyfingarinnar 12. september 2009 18:59 Upplausn ríkir hjá Borgarahreyfingunni og geta þingmenn hennar fara nú yfir stöðuna og hvort þeir geti hugsað sér að vinna áfram fyrir hreyfinguna. Tillaga var kjörin á landsfundi hennar í dag sem er þvert á vilja þingmannanna. Hátt í hundrað manns voru á fyrsta landsfundi Borgarhreyfingarinnar sem haldinn var í dag. Andrúmsloftið var rafmagnað og miklar deilur stóðu um framtíð hreyfingarinnar. Kosið var um tvær tillögur. Sú fyrri gekk út á að Borgarahreyfingin verði stjórnmálaflokkur með virkt grasrótarlýðræði, valdameiri stjórn og bjóði jafnvel fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. En sú seinni að hún verði áfram hreyfing, með valdaminni stjórn og að ekki verði hnikað frá upprunalegum stefnumálum. Fyrri tillagan varð fyrir valinu með 59% atkvæða í dag við mikla ónægju þriggja þingmanna hreyfingarinnar. „Það er náttúrlega möguleikinn á að breyta stefnunni og við getum hugsanlega orðið að einhverjum flokki sem fer inn í sveitarstjórnamál. Við vorum þverpólitískt afl sem fór þverpólitískt inná þing. Við viljum vinna þar sem hreyfing en ekki sem flokkur," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar. Guðmundur Andri Skúlason, stjórnarmaður í hreyfingunni, sem styður fyrri tillöguna segir brýnt að skipulagi og reglum verði komið á. „Það er grundvallar misskilningur að halda því fram að skipulag þurfi endilega að vera slæmt og andlýðræðislegt til að koma hugmynd frá A til B eða frá grasrót til þings," segir Guðmundur. Miklar deilur hafa verið innan hreyfingarinnar um fólk og málefni, Nýlega sagði Þráinn Bertelsson sig úr þingflokknum og gengið hefur á ýmsu og gerir raunar enn því Birgittu og Guðmundi lenti saman fyrir framan myndavélarnar í dag. Ekki náðist samkomulag milli þingmanna og annarra félagsmanna í dag og segir Birgitta að þingmenn Borgarahreyfingarinnar geti ekki hugsað sér að starfa gegn fyrri kosningaloforðum og muni íhuga hvort þeir haldi áfram að starfa fyrir hreyfinguna. Tengdar fréttir Fasískar tillögur samþykktar á landsfundi Borgarahreyfingarinnar Landsfundur Borgarahreyfingarinnar samþykkti fundi sínum í dag fasískar tillögur, að mati fráfarandi formanns flokksins. 12. september 2009 16:46 Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. 12. september 2009 10:17 Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12. september 2009 09:24 Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis. 12. september 2009 12:25 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Upplausn ríkir hjá Borgarahreyfingunni og geta þingmenn hennar fara nú yfir stöðuna og hvort þeir geti hugsað sér að vinna áfram fyrir hreyfinguna. Tillaga var kjörin á landsfundi hennar í dag sem er þvert á vilja þingmannanna. Hátt í hundrað manns voru á fyrsta landsfundi Borgarhreyfingarinnar sem haldinn var í dag. Andrúmsloftið var rafmagnað og miklar deilur stóðu um framtíð hreyfingarinnar. Kosið var um tvær tillögur. Sú fyrri gekk út á að Borgarahreyfingin verði stjórnmálaflokkur með virkt grasrótarlýðræði, valdameiri stjórn og bjóði jafnvel fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. En sú seinni að hún verði áfram hreyfing, með valdaminni stjórn og að ekki verði hnikað frá upprunalegum stefnumálum. Fyrri tillagan varð fyrir valinu með 59% atkvæða í dag við mikla ónægju þriggja þingmanna hreyfingarinnar. „Það er náttúrlega möguleikinn á að breyta stefnunni og við getum hugsanlega orðið að einhverjum flokki sem fer inn í sveitarstjórnamál. Við vorum þverpólitískt afl sem fór þverpólitískt inná þing. Við viljum vinna þar sem hreyfing en ekki sem flokkur," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar. Guðmundur Andri Skúlason, stjórnarmaður í hreyfingunni, sem styður fyrri tillöguna segir brýnt að skipulagi og reglum verði komið á. „Það er grundvallar misskilningur að halda því fram að skipulag þurfi endilega að vera slæmt og andlýðræðislegt til að koma hugmynd frá A til B eða frá grasrót til þings," segir Guðmundur. Miklar deilur hafa verið innan hreyfingarinnar um fólk og málefni, Nýlega sagði Þráinn Bertelsson sig úr þingflokknum og gengið hefur á ýmsu og gerir raunar enn því Birgittu og Guðmundi lenti saman fyrir framan myndavélarnar í dag. Ekki náðist samkomulag milli þingmanna og annarra félagsmanna í dag og segir Birgitta að þingmenn Borgarahreyfingarinnar geti ekki hugsað sér að starfa gegn fyrri kosningaloforðum og muni íhuga hvort þeir haldi áfram að starfa fyrir hreyfinguna.
Tengdar fréttir Fasískar tillögur samþykktar á landsfundi Borgarahreyfingarinnar Landsfundur Borgarahreyfingarinnar samþykkti fundi sínum í dag fasískar tillögur, að mati fráfarandi formanns flokksins. 12. september 2009 16:46 Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. 12. september 2009 10:17 Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12. september 2009 09:24 Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis. 12. september 2009 12:25 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Fasískar tillögur samþykktar á landsfundi Borgarahreyfingarinnar Landsfundur Borgarahreyfingarinnar samþykkti fundi sínum í dag fasískar tillögur, að mati fráfarandi formanns flokksins. 12. september 2009 16:46
Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. 12. september 2009 10:17
Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12. september 2009 09:24
Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis. 12. september 2009 12:25