Innlent

Enginn með allar tölurnar réttar í lottóinu

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og því verður potturinn fimmfaldur næst og stefnir í 35 milljónir. Einn heppinn var með allar tölurnar réttar í jókernum og fær að launum tvær milljónir. Lukkumiðinn var keyptur í Shell, Gylfaflöt.

Fjórir hrepptu bónusvinninginn og fær hver um sig 217.940 krónur. Einnig voru fjórir með fjóra rétta í jókernum og hljóta þeir 100 þúsund krónur hver.

Lottótölurnar í kvöld voru 6, 12, 14, 25 og 30. Bónustalan var 7.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×