Innlent

Bretar senda sérfræðinga til Íslands vegna bankahrunsins

Óli Tynes skrifar
Frá London.
Frá London.
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar ætlar að senda sérfræðinga til Íslands vegna rannsóknar sinnar á bankahruninu hér á landi. Yfirmaður deildarinnar fundaði með Ólafi Haukssyni saksóknara og Evu Joly í Lundúnum í gær.

Fundur þeirra Ólafs Haukssonar og Evu Joly með Richard Alderman yfirmanni Serious Fraud Office vakti mikla athygli í Bretlandi og var getið um hann í helstu fjölmiðlum eins og Financial Times, Guardian og Daily Telegraph.

Þar kemur fram að Serious Fraud Office hefur verið að rannsaka bankahrunið á Íslandi í marga mánuði og hyggst senda sérfræðinga sína til landsins.

Alderman segist vænta mikils af samstarfinu við þau Ólaf og Joly. Haft er eftir Joly að hún telji að glæparannsókn á bankahruninu verði sú umfangsmesta sem nokkru sinni hafi verið gerð í Gervallri Evrópu.

Eva Joly sagði einnig að breska fjár álaeftirlitið og aðrar breskar stofnanir bera talsverða ábyrgð í þessu máli. Þær hafi brugðist í eftirlitshlutverki sínu með Icesave og á fleiri sviðum. Þeim hafi borist ábendingar um yfirvofandi hættu en ekkert gert.

Talsmaður Seriopus Fraude Office segir að fleiri fundir séu fyrirhugaðir með íslensku rannsakendunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×