Innlent

200 manns taka þátt í flugslysaæfingu

Frá flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Stefán
Frá flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Stefán

Rúmlega 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fer fram á Egilsstaðaflugvelli þegar kveikt verður í flugvélaflaki. Markmiðið með flugslysaæfingum er að leiða saman þá viðbragðsaðila sem hafa hlutverki að gegna við hópslys. Æfingin í dag verður sú þriðja sem fram hefur farið í ár.

Mikill undirbúningur liggur að baki æfingunni. Fram kemur í tilkynningu að lögð er áhersla á að undirbúningur og framkvæmd hverrar æfingar fyrir sig sé fyrst og fremst á könnu heimamanna því tilgangurinn er að þjálfa fólk í að takast á við þær aðstæður sem upp koma við raunverulegt flugslys eða hópslys. Til að ná sem mestur úr æfingunni verða aðstæður gerðar eins raunverulegar og hægt er.

Flugstoðir hafa yfirumsjón með flugslysaæfingum hér á landi. Samstarfsaðilar Flugstoða eru Ríkislögreglustjóri, Rauði Krossinn, Landsspítali háskólasjúkrahús, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Slökkvilið Akureyrar, Rannsóknarnefnd flugslysa, Landhelgisgæslan, Biskupsstofa, Neyðarlínan og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×