Innlent

Þriggja daga æfingu lokið

Síðar í dag kemur í ljós hvort að hún standist þær kröfur sem gerðar eru til fullgildra alþjóðlegra björgunarsveita. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Síðar í dag kemur í ljós hvort að hún standist þær kröfur sem gerðar eru til fullgildra alþjóðlegra björgunarsveita. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Í hádeginu lauk æfingu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar sem staðið hefur yfir síðan á fimmtudag á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Viðstaddir æfinguna voru 10 aðilar frá ISARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk þeirra var að meta getu sveitarinnar og í framhaldinu að veita henni vottun sem fullgild alþjóðleg björgunarsveit.

Fram kemur í tilkynningu að meðlimum sveitarinnar hafi gengið vel að leysa þau verkefni sem fyrir hana voru lögð. Björgunarsveitarfólkið hefur unnið á vöktum við hífingar, stífingar, línuvinnu, stjórnun aðgerða og uppsetningu og viðhaldi búða. Í dag verður gengið frá búðum sveitarinnar og búnaði en farangur hennar í útkalli vegur yfir 10 tonn.

Úttektaraðilar Sameinuðu þjóðanna sitja nú yfir bókum sínum en í kvöld kemur í ljós hvort sveitin hafi staðist þær kröfur sem INSARAG gerir til fullgildra alþjóðlegra björgunarsveita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×