Sérstakur saksóknari fær aðgang að gögnum í Bretlandi og Lúxemborg 12. september 2009 18:43 Embætti sérstaks saksóknara hefur nú samið við yfirvöld í Lúxemborg og Bretlandi um aðgengi að gögnum og framkvæmd rannsóknaraðgerða. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá stöðu geta komið upp að einstaklingur sem er viðriðinn bankahrunið hér á landi hafi einnig gerst brotlegur í Bretlandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, átti þrjá fundi í Lúxemborg fyrr í vikunni en Europol átti veg og vanda að skipulagningu þeirra. Ólafur fundaði með þeirri deild lögreglunnar sem hefur með framgang réttarbeiðna milli landa að gera. Í réttarbeiðni felst beiðni innlendra yfirvalda til erlendra til að framkvæma rannsóknaraðgerðir, svo sem skýrslutökur eða húsleitir. Þá fundaði Ólafur einnig með saksóknurum og rannsóknardómurum. „Það var komið á tengingu á milli og það er fullur vilji til samstarfs," segir Ólafur. Ólafur segir að þetta muni aðallega nýtast embættinu ef að þörf er á gögnum frá Lúxemborg eða til að fá fólk sem búsett er erlendis yfirheyrt. „Við höfum boðað Íslendinga til yfirheyrslu á Íslandi. Þeir sem eru búsettir erlendis hafa mætt í yfirheyrslur en það getur komið til þess að við þurfum að yfirheyra aðila með erlent ríkisfang og eru búsettir erlendis." Ólafur og Eva Joly funduðu einnig með Richard Alderman yfirmanni bresku efnahagsbrotadeildarinnar í gær. „Þar var lagður grunnur af samstarfi sem felur í sér það sama, þeas gagnkvæma aðstoð." Þá mun breska efnahagsbrotadeildin senda sérfræðinga hingað til lands og segir Ólafur að þeir muni fyrst og fremst horfa til þeirra mála sem hafa snertifleti í báðum löndunum. Aðspurður hvort að einhver sem tengist bankahruninu hér á landi hafi einnig gerst brotlegur við bresk lög sagði Ólafur: „Það er of snemmt að fullyrða um það, en það er alveg mögulegt að slíkt komi upp." Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur nú samið við yfirvöld í Lúxemborg og Bretlandi um aðgengi að gögnum og framkvæmd rannsóknaraðgerða. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá stöðu geta komið upp að einstaklingur sem er viðriðinn bankahrunið hér á landi hafi einnig gerst brotlegur í Bretlandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, átti þrjá fundi í Lúxemborg fyrr í vikunni en Europol átti veg og vanda að skipulagningu þeirra. Ólafur fundaði með þeirri deild lögreglunnar sem hefur með framgang réttarbeiðna milli landa að gera. Í réttarbeiðni felst beiðni innlendra yfirvalda til erlendra til að framkvæma rannsóknaraðgerðir, svo sem skýrslutökur eða húsleitir. Þá fundaði Ólafur einnig með saksóknurum og rannsóknardómurum. „Það var komið á tengingu á milli og það er fullur vilji til samstarfs," segir Ólafur. Ólafur segir að þetta muni aðallega nýtast embættinu ef að þörf er á gögnum frá Lúxemborg eða til að fá fólk sem búsett er erlendis yfirheyrt. „Við höfum boðað Íslendinga til yfirheyrslu á Íslandi. Þeir sem eru búsettir erlendis hafa mætt í yfirheyrslur en það getur komið til þess að við þurfum að yfirheyra aðila með erlent ríkisfang og eru búsettir erlendis." Ólafur og Eva Joly funduðu einnig með Richard Alderman yfirmanni bresku efnahagsbrotadeildarinnar í gær. „Þar var lagður grunnur af samstarfi sem felur í sér það sama, þeas gagnkvæma aðstoð." Þá mun breska efnahagsbrotadeildin senda sérfræðinga hingað til lands og segir Ólafur að þeir muni fyrst og fremst horfa til þeirra mála sem hafa snertifleti í báðum löndunum. Aðspurður hvort að einhver sem tengist bankahruninu hér á landi hafi einnig gerst brotlegur við bresk lög sagði Ólafur: „Það er of snemmt að fullyrða um það, en það er alveg mögulegt að slíkt komi upp."
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira