Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu 12. september 2009 12:50 Magnús Árni sést hér með formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans. Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Í frétt Morgunblaðsins er fullyrt að Magnús hafi haft samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Í blaðinu segir að um breska miðlararfyrirtækið Snyder sé að ræða en stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi. Þessi viðskipti eru svokölluð aflandsviðskipti og er tekjugrundvöllur þeirra gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Áhrif svona viðskipta á innlendan markað eru m.a. að erlendur gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning skilar sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi sem hefur í för með sér að gengi krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði er lægra en það væri annars. Þá geta þau einnig haft þau áhrif að væntingar um mögulega lækkun á gengi krónunnar á innlendum markaði í átt að gengi á aflandsmarkaði getur valdið því að þeir aðilar sem sinna skilaskyldu bíða með að selja gjaldeyrinn. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi, sem njóta sérstakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum, beðnir um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri, þó að þau séu ekki ólögleg, þar sem þau stríða gegn gjaldeyrishöftunum. Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins, hvetur Magnús Árna á bloggsíðu sinni til að segja af sér í kjölfar þessara frétta. Hann segir mistökin vera Magnúsar en ekki Framsóknarflokksins. „Ég get ekki séð það. Ég vissi að það mín persóna væri það valdamikil að svo væri," sagði Magnús í fréttum Rúv og vísaði á bug að hann hafi vegið að krónunni. Hann íhugar nú málaferli á hendur Morgunblaðinu fyrir meiðyrði. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, vegna málsins sem er staddur erlendis, að sögn aðstoðarmanns hans.
Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58
Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28