Fleiri fréttir Sjálfstæðimenn sitja hjá - Framsókn með Frumvarp um aukin gjaldeyrishöft verða að öllum líkindum samþykkt síðar í kvöld, eða í nótt. Umræða hófst um málið klukkan tíu í kvöld eftir að forseti Alþingis hafði frestað fundum nokkrum sinnum. 31.3.2009 22:59 Eimskip tapaði sex milljörðum á þremur mánuðum Eimskip tapaði sex og hálfum milljarði frá nóvember fram í janúarlok eða fjörtíu milljónum evra samkvæmt nýlegu uppgjöri sem félagið sendi frá sér nú í kvöld. Félagið tapaði litlu minna fyrir ári síðan, eða rétt tæpum 39 milljónum evra. 31.3.2009 21:53 Baldur Þórhallsson: Á framboðslista Samfylkingarinnar Stjórnmálaprófessorinn Baldur Þórhallsson mun taka sjötta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður samkvæmt fullyrðingum fréttamannsins Sigurjóns M. Egilssonar sem bloggar á eyjunni. 31.3.2009 20:42 Bílvelta í Árborg Umferðaróhapp var við Biskupstungnabraut í Árborg þegar fólksbíll fór út af veginum og valt. Fjórir voru í bílnum en engum varð meint af að sögn varðstjóra lögreglunnar 31.3.2009 20:31 Brutu ekki lög „Viðbrögð okkar eru hin sömu og þegar lögin voru sett í desember. Við styðjum það ef það þarf til að styrkja gengið og ná hér niður vöxtum og verðbólgu, að setja svona höft á um skamman tíma, þá verði það gert,“ segir Friðrik J. Arngrímsson um frumvarp ríkisstjórnarinnar heft gjaldeyrishöft. 31.3.2009 19:06 Skólameistari vissi um barnaklámsrannsókn Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi var kunnugt um að lögregla rannsakaði kennara við skólann fyrir að hafa mikið magn barnakláms í sinni vörslu. Þrátt fyrir tilmæli yfirvalda til skólameistarans um að rétt væri að endurskoða starfsvettvang kennarans var ekkert aðhafst og hélt kennarinn áfram að kenna nemendum skólans. 31.3.2009 18:47 Öryrkjar og útrásavíkingar í skattarannsókn Öryrkjar og útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem skatturinn rannsakar nú vegna gruns um að hafa komið sér undan því að greiða skatt með því að nota erlend greiðslukort. 31.3.2009 19:56 Gjaldeyrisfrumvarpi vísað til efnahags- og skattanefndar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin gjaldeyrishöft þegar að þingfundur hófst á nýjan leik klukkan hálfsjö. Hann sagði að væri að ræða afar mikilvægar og óumflýjanlegar ráðstafanir að hálfu stjórnvalda. Núverandi ástand væri óviðunandi. 31.3.2009 18:45 Banna útflutningsviðskipti í krónum Fram til 30. nóvember 2010 verður viðskiptaverð vöru skráð í erlendum gjaldmiðli á útflutningsskýrslu nái frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál fram að ganga. Samkvæmt því verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmiði um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð. 31.3.2009 17:39 Framboðslistar Samfylkingarinnar samþykktir Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og suður voru samþykktir í kvöld. Það var fulltrúaráð Samfylkingarinnar sem samþykktu þá á Grand Hótel í kvöld. Ranghermt var fyrr í kvöld að Baldur þórhallsson, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands væri í framboði í Reykjavík suður, hann er í sjötta sæti í norðurkjördæmi. 31.3.2009 23:43 Olían lekur upp úr Drekasvæðinu Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. 31.3.2009 19:15 Afleiðingar kreppu ekki fullljósar Afleiðingar efnhagsþrenginganna eru einungis að litlu leyti komnar í ljós gagnvart einstaklingum og fjölskyldum. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps ríkisstjórnarinnar um áhrif bankahrunsins á heimilin. Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðaráætlun sína í velferðarmálum. 31.3.2009 19:10 Geðhjálp vil segja sig úr Öryrkjabandalaginu Stjórn Geðhjálpar íhugar að segja félagið úr Öryrkjabandalaginu komið það ekki til móts við aukna þjónustu við geðfatlaða í búsetuúrræðum á vegums bandalagsins. Tillaga þess eðlis var samþykkt á aðalfundi Geðhjálpar nú um helgina. Í greinagerð sem fylgdi tillögunni segir að Geðhjálp hafi fengið nóg af mannréttindabrotum, eins og það er orðað í greinargerðinni sjálfri. Ástæðan fyrir hugsanlegri úrsögn er fyrst og fremst vegna ágreinings um viðeigandi þjónustu við geðfatlaða, s.s. heimahjúkrun og fleira. 31.3.2009 18:39 Alþingi afneiti krónunni „Ég tel að einn þjóð geti varla afneitað eigin gjaldeyri meira en svo að neita að taka við honum fyrir eigin útflutning,“ segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins um frumvarp ríkisstjórnarinnar. 31.3.2009 18:23 Störf borgarstarfsmanna í óvissu Minnihlutinn í borgarstjórn sat hjá við afgreiðslu á endurskoðaðri fjárhagsáætlun í dag. Í bókun borgarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segir að störf borgarstarfsmanna séu í óvissu á flestum sviðum borgarinnar og ljóst að kennurum fækki næsta haust. Borgarfulltrúarnir telja að leiðarljós aðgerðaráætlunar frá því í haust sé í uppnámi. 31.3.2009 18:02 Illfært á Hellisheiðinni Hjálparsveit Skáta í Hveragerði vill vara fólk við slæmri færð á Hellisheiðinni en sveitin er nú að störfum við að aðstoða fólk sem hefur farið út af veginum vegna færðarinnar. 31.3.2009 17:20 Þingfundi frestað til hálfsex Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi sem átti að hefjast klukkan fimm til hálfsex. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft. 31.3.2009 17:03 Framsóknarmenn gegn stjórnarfrumvarpi Framsóknarmenn lýsa andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um sérstakt eignaumsýslufélag. 31.3.2009 17:01 Fimm handteknir vegna fíkniefnamála Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fimm karlmenn voru handteknir í Reykjavík vegna málanna, tveir í miðborginni, tveir í Laugardal og einn í Grafarvogi. Í fórum fjögurra þeirra fundust ætluð fíkniefni en sá fimmti var undir áhrifum fíkniefna. Sá síðasttaldi var stöðvaður við akstur í Laugardal en farþegi í bílnum var með fíkniefni í fórum sínum. 31.3.2009 16:49 Tekist á um endurskoðaða fjárhagsáætlun Borgarfulltrúar tókust á um endurskoðaða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 á aukafundi borgarstjórnar í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sagði að áætlanir virðist ætli að standa. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýndi að minnihlutinn hafi ekki fengið aðgang að vinnugögnum við endurskoðun fjárhagsáætlunar. 31.3.2009 16:16 Hæstiréttur BNA: Ekkja reykingamanns fær milljarða Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá áfrýjun bandaríska tóbaksframleiðandans Philip Morris vegna skaðabóta sem fyrirtækið var dæmt til að greiða ekkju reykingamanns sem lést úr lungnakrabbameini eftir 40 ára reykingaferil. Hæstiréttur Oregon hafði árið 1999 dæmt fyrirtækið til þess að greiða ekkjunni 79,5 milljónir dollara í skaðabætur fyrir missir eiginmannsins. 31.3.2009 16:15 Óttast um öryggi fólks Mikillar óánægju gætir með þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi sjúkraflutninga í Rangárþingi. 31.3.2009 16:10 Össur og Miliband í hreinskiptum viðræðum um Icesave Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund í Lundúnum með breskum starfsbróður sínum, David Miliband eins og áður hefur verið greint frá. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi átt hreinskiptnar og uppbyggilegar viðræður um óleyst úrlausnarefni og tvíhliða samskipti ríkjanna. 31.3.2009 15:57 Utankjörfundur færist í Laugardalshöll Kosning utan kjörfundar vegna Alþingiskosninganna 25. apríl 2009 hófst á sýslumönnum um allt land um miðjan mars, en gengið verður til kosninga eftir 25 daga. 166 hafa greitt atkvæði í Reykjavík og þá hafa 73 atkvæði borist bréfleiðis, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur kjörstjóra hjá sýslumanninum í Reykjavík. 31.3.2009 15:44 Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. 31.3.2009 15:40 Össur og Miliband funduðu um Icesave Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og David Miliband utanríkisráðherra Breta hafa fundað í dag um Icesave deiluna. Tilgangurinn er að reyna að ná lausn í deilunni sem er ásættanlega fyrir báðar þjóðir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tilkynntu þetta á fundi með fréttamönnum í dag. Von er á tilkynningu um málið frá utanríkisráðuneytinu innan stundar. 31.3.2009 15:13 Hannes skýtur föstum skotum á flokkssystur Hreinskiptin skoðanaskipti hafa verið á Facebook um pistil sem Erla Ósk Ásgeirsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði á vefsíðu sína á sunnudaginn. Í pistlinum mærir Erla Ósk Davíð Oddsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. 31.3.2009 14:35 Óskoðuðum bifreiðum fækkar vegna vanrækslugjalds Álagning vanrækslugjalds vegna ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar hefst á morgun, 1. apríl. Óskráðum bifreiðum hefur fækkað um rúmlega 3000 á mánuði. 31.3.2009 13:50 Vinnuhópur skipaður til að vinna úr tillögum Jännäris Ríkisstjón Íslands fjallaði á fundi sínum í morgun um skýrslu finnska bankasérfræðingsins, Kaarlos Jännäris, sem birt var í gær. Í henni gerir Jännäri grein fyrir athugunum sínum á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits hér á landi, um leið og hann leggur fram tillögur til úrbóta í átta liðum. Ákveðið hefur verið að stofna starfshóp sem mun vinna úr tillögum Finnans. 31.3.2009 13:24 Samorka leggst gegn auðlindaákvæði í stjórnarskránni Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, leggst gegn því að tekin verði inn ný ákvæði um auðlindir og umhverfismál í frumvarp til stjórnskipunarlaga sem liggur fyrir þinginu. Í umsögn Samorku um frumvarpið segja þeir að umrædd efnisatriði hafi engan veginn hlotið æskilega umfjöllun í samfélaginu, 31.3.2009 12:30 Gjaldskrá hækkar fyrir ökupróf Frumherji mun á morgun hækka gjaldskrá fyrir öll ökupróf um 13 til 15%. Ekki boðlegt á tímum eins og þessum segir frakmvæmdastjóri FÍB. 31.3.2009 12:25 Vinna við tónlistarhúsið við það að stöðvast á ný Minnstu munaði að um það bil hundrað starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn, fengju uppsagnarbréf í morgun, og vinna við húsið stöðvaðist á ný. 31.3.2009 12:21 Böðull biðst afsökunar Einn æðsti böðull Rauðu kmeranna í Kambódíu baðst í morgun afsökunar á ódæðum sínum fyrir dómi. Kaing Guek Eav eða Duch er sá fyrsti úr liðskjarna kmeraleiðtogans látna, Pol Pot, til að vera dreginn fyrir sérskipaðan glæpadómstól. Nærri tvær milljónir manna týndu lífi meðan ógnarstjórn Rauðu kmerana var við völd í Kambódíu 1975 til 1979. 31.3.2009 12:16 Talíbanar á bak við árásina á lögregluskólann Leiðtogi Talíbana í Pakistan segir samtök sín bera ábyrgð á morðárás á lögregluskóla í Lahore í gær. Átján féllu í árásinni, átta lögreglumenn, tveir almennir borgarar og átta árásarmenn. Níutíu og fimm særðust. 31.3.2009 12:09 Djúpstæður ágreiningur um Helguvíkurfrumvarp í ríkisstjórninni Djúpstæður ágreiningur um frumvarp iðnaðarráðherra um Helguvíkurálver kom fram milli ríkisstjórnarflokkanna í iðnaðarnefnd Alþingis í morgun og fékkst málið ekki afgreidd út úr nefndinni. 31.3.2009 12:07 Efla slysavarnir fyrir aldraða Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Forvarnahúsið hafa undirritað samstarfssamning um að efla slysavarnir aldraðra í Reykjavík. Markmiðið er að eldriborgar geti átt ánægjuleg slysalaus efri ár, að fram kemur í tilkynningu. 31.3.2009 11:52 Afþakkar ekki ráðherrastól fyrirfram Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra útilokar ekki að hann haldi áfram á ráðherrastól eftir kosningar, fari svo að honum bjóðist stóllinn. 31.3.2009 11:34 Bikinibomba dæmd í sex mánaða fangelsi Bikiníbomban Anna Nicole Grayson var dæmd í sex mánaða fangelsi í dag. Meðal þess sem Anna dæmd fyrir er að hafa stolið vörum úr Bónus og sundbol úr versluninni Sportveri við Glerártorg á Akureyri. 31.3.2009 10:56 Verður án ráðherralauna út árið Ögmundur Jónasson segir að þegar hann hafi tekið sæti heilbrigðisráðherra hafi hann skrifað fjármáladeild stjórnarráðsins og farið fram á að hann fengi ekki greidd ráðherralaun út árið 2009 að minnsta kosti. Hann ætlar því ekki að þiggja ráðherralaun að loknum kosningum fari svo að hann sitji í 31.3.2009 10:47 Dauðaslysum barna hefur fækkað um helming á 20 árum Dauðaslysum og slysum á börnum hefur fækkað um helming á tæpum tveimur áratugum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem gefin var út árið 2007 af heilbrigðisráðuneytinu, en skýrslan var unnin til að skoða stöðu á markmiðum heilbrigðisáætlunar til ársins 2010. 31.3.2009 10:05 Hættustigi aflétt á Siglufirði og á Ólafsfirði Hættustigi hefur verið aflétt á Siglufirði og þar með þeim rýmingum sem framkvæmdar voru í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Enn er Óvissustig á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum. Hættustigi hefur einnig verið aflétt á Ólafsfirði. 31.3.2009 09:41 Blindaði mann með sturtuhengi Tæplega fimmtug kona í Helsingjaeyri í Danmörku var í gær dæmd í hálfs árs fangelsi fyrir að blinda 64 ára gamlan mann varanlega með stöng fyrir sturtuhengi. 31.3.2009 08:42 Tvö ístungl í Kuiper-beltinu Tvö tungl dvergplánetunnar Haumeu í Kuiper-beltinu svokallaða eru gerð úr ís eingöngu. 31.3.2009 08:21 Pólskt elliheimili leigir út ömmur Hver þekkir ekki hið gamalgróna siferðislega og uppeldislega hlutverk ömmunnar og allt það ótalmarga sem ömmur hafa kennt hinum mætustu mönnum í áranna rás? 31.3.2009 08:12 Bandaríkjastjórn opnar áfallahjálparsíðu Vefsíðu, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur opnað, er ætlað að veita almenningi áfallahjálp og ýmiss konar ráðgjöf um hvernig komast megi gegnum erfiða fjárhagslega tíma og forðast þunglyndi og aðra fylgifiska kreppunnar. 31.3.2009 07:36 Sjá næstu 50 fréttir
Sjálfstæðimenn sitja hjá - Framsókn með Frumvarp um aukin gjaldeyrishöft verða að öllum líkindum samþykkt síðar í kvöld, eða í nótt. Umræða hófst um málið klukkan tíu í kvöld eftir að forseti Alþingis hafði frestað fundum nokkrum sinnum. 31.3.2009 22:59
Eimskip tapaði sex milljörðum á þremur mánuðum Eimskip tapaði sex og hálfum milljarði frá nóvember fram í janúarlok eða fjörtíu milljónum evra samkvæmt nýlegu uppgjöri sem félagið sendi frá sér nú í kvöld. Félagið tapaði litlu minna fyrir ári síðan, eða rétt tæpum 39 milljónum evra. 31.3.2009 21:53
Baldur Þórhallsson: Á framboðslista Samfylkingarinnar Stjórnmálaprófessorinn Baldur Þórhallsson mun taka sjötta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður samkvæmt fullyrðingum fréttamannsins Sigurjóns M. Egilssonar sem bloggar á eyjunni. 31.3.2009 20:42
Bílvelta í Árborg Umferðaróhapp var við Biskupstungnabraut í Árborg þegar fólksbíll fór út af veginum og valt. Fjórir voru í bílnum en engum varð meint af að sögn varðstjóra lögreglunnar 31.3.2009 20:31
Brutu ekki lög „Viðbrögð okkar eru hin sömu og þegar lögin voru sett í desember. Við styðjum það ef það þarf til að styrkja gengið og ná hér niður vöxtum og verðbólgu, að setja svona höft á um skamman tíma, þá verði það gert,“ segir Friðrik J. Arngrímsson um frumvarp ríkisstjórnarinnar heft gjaldeyrishöft. 31.3.2009 19:06
Skólameistari vissi um barnaklámsrannsókn Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi var kunnugt um að lögregla rannsakaði kennara við skólann fyrir að hafa mikið magn barnakláms í sinni vörslu. Þrátt fyrir tilmæli yfirvalda til skólameistarans um að rétt væri að endurskoða starfsvettvang kennarans var ekkert aðhafst og hélt kennarinn áfram að kenna nemendum skólans. 31.3.2009 18:47
Öryrkjar og útrásavíkingar í skattarannsókn Öryrkjar og útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem skatturinn rannsakar nú vegna gruns um að hafa komið sér undan því að greiða skatt með því að nota erlend greiðslukort. 31.3.2009 19:56
Gjaldeyrisfrumvarpi vísað til efnahags- og skattanefndar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin gjaldeyrishöft þegar að þingfundur hófst á nýjan leik klukkan hálfsjö. Hann sagði að væri að ræða afar mikilvægar og óumflýjanlegar ráðstafanir að hálfu stjórnvalda. Núverandi ástand væri óviðunandi. 31.3.2009 18:45
Banna útflutningsviðskipti í krónum Fram til 30. nóvember 2010 verður viðskiptaverð vöru skráð í erlendum gjaldmiðli á útflutningsskýrslu nái frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál fram að ganga. Samkvæmt því verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmiði um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð. 31.3.2009 17:39
Framboðslistar Samfylkingarinnar samþykktir Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og suður voru samþykktir í kvöld. Það var fulltrúaráð Samfylkingarinnar sem samþykktu þá á Grand Hótel í kvöld. Ranghermt var fyrr í kvöld að Baldur þórhallsson, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands væri í framboði í Reykjavík suður, hann er í sjötta sæti í norðurkjördæmi. 31.3.2009 23:43
Olían lekur upp úr Drekasvæðinu Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. 31.3.2009 19:15
Afleiðingar kreppu ekki fullljósar Afleiðingar efnhagsþrenginganna eru einungis að litlu leyti komnar í ljós gagnvart einstaklingum og fjölskyldum. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps ríkisstjórnarinnar um áhrif bankahrunsins á heimilin. Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðaráætlun sína í velferðarmálum. 31.3.2009 19:10
Geðhjálp vil segja sig úr Öryrkjabandalaginu Stjórn Geðhjálpar íhugar að segja félagið úr Öryrkjabandalaginu komið það ekki til móts við aukna þjónustu við geðfatlaða í búsetuúrræðum á vegums bandalagsins. Tillaga þess eðlis var samþykkt á aðalfundi Geðhjálpar nú um helgina. Í greinagerð sem fylgdi tillögunni segir að Geðhjálp hafi fengið nóg af mannréttindabrotum, eins og það er orðað í greinargerðinni sjálfri. Ástæðan fyrir hugsanlegri úrsögn er fyrst og fremst vegna ágreinings um viðeigandi þjónustu við geðfatlaða, s.s. heimahjúkrun og fleira. 31.3.2009 18:39
Alþingi afneiti krónunni „Ég tel að einn þjóð geti varla afneitað eigin gjaldeyri meira en svo að neita að taka við honum fyrir eigin útflutning,“ segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins um frumvarp ríkisstjórnarinnar. 31.3.2009 18:23
Störf borgarstarfsmanna í óvissu Minnihlutinn í borgarstjórn sat hjá við afgreiðslu á endurskoðaðri fjárhagsáætlun í dag. Í bókun borgarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segir að störf borgarstarfsmanna séu í óvissu á flestum sviðum borgarinnar og ljóst að kennurum fækki næsta haust. Borgarfulltrúarnir telja að leiðarljós aðgerðaráætlunar frá því í haust sé í uppnámi. 31.3.2009 18:02
Illfært á Hellisheiðinni Hjálparsveit Skáta í Hveragerði vill vara fólk við slæmri færð á Hellisheiðinni en sveitin er nú að störfum við að aðstoða fólk sem hefur farið út af veginum vegna færðarinnar. 31.3.2009 17:20
Þingfundi frestað til hálfsex Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi sem átti að hefjast klukkan fimm til hálfsex. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft. 31.3.2009 17:03
Framsóknarmenn gegn stjórnarfrumvarpi Framsóknarmenn lýsa andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um sérstakt eignaumsýslufélag. 31.3.2009 17:01
Fimm handteknir vegna fíkniefnamála Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fimm karlmenn voru handteknir í Reykjavík vegna málanna, tveir í miðborginni, tveir í Laugardal og einn í Grafarvogi. Í fórum fjögurra þeirra fundust ætluð fíkniefni en sá fimmti var undir áhrifum fíkniefna. Sá síðasttaldi var stöðvaður við akstur í Laugardal en farþegi í bílnum var með fíkniefni í fórum sínum. 31.3.2009 16:49
Tekist á um endurskoðaða fjárhagsáætlun Borgarfulltrúar tókust á um endurskoðaða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 á aukafundi borgarstjórnar í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sagði að áætlanir virðist ætli að standa. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýndi að minnihlutinn hafi ekki fengið aðgang að vinnugögnum við endurskoðun fjárhagsáætlunar. 31.3.2009 16:16
Hæstiréttur BNA: Ekkja reykingamanns fær milljarða Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá áfrýjun bandaríska tóbaksframleiðandans Philip Morris vegna skaðabóta sem fyrirtækið var dæmt til að greiða ekkju reykingamanns sem lést úr lungnakrabbameini eftir 40 ára reykingaferil. Hæstiréttur Oregon hafði árið 1999 dæmt fyrirtækið til þess að greiða ekkjunni 79,5 milljónir dollara í skaðabætur fyrir missir eiginmannsins. 31.3.2009 16:15
Óttast um öryggi fólks Mikillar óánægju gætir með þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi sjúkraflutninga í Rangárþingi. 31.3.2009 16:10
Össur og Miliband í hreinskiptum viðræðum um Icesave Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund í Lundúnum með breskum starfsbróður sínum, David Miliband eins og áður hefur verið greint frá. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi átt hreinskiptnar og uppbyggilegar viðræður um óleyst úrlausnarefni og tvíhliða samskipti ríkjanna. 31.3.2009 15:57
Utankjörfundur færist í Laugardalshöll Kosning utan kjörfundar vegna Alþingiskosninganna 25. apríl 2009 hófst á sýslumönnum um allt land um miðjan mars, en gengið verður til kosninga eftir 25 daga. 166 hafa greitt atkvæði í Reykjavík og þá hafa 73 atkvæði borist bréfleiðis, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur kjörstjóra hjá sýslumanninum í Reykjavík. 31.3.2009 15:44
Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. 31.3.2009 15:40
Össur og Miliband funduðu um Icesave Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og David Miliband utanríkisráðherra Breta hafa fundað í dag um Icesave deiluna. Tilgangurinn er að reyna að ná lausn í deilunni sem er ásættanlega fyrir báðar þjóðir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tilkynntu þetta á fundi með fréttamönnum í dag. Von er á tilkynningu um málið frá utanríkisráðuneytinu innan stundar. 31.3.2009 15:13
Hannes skýtur föstum skotum á flokkssystur Hreinskiptin skoðanaskipti hafa verið á Facebook um pistil sem Erla Ósk Ásgeirsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði á vefsíðu sína á sunnudaginn. Í pistlinum mærir Erla Ósk Davíð Oddsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. 31.3.2009 14:35
Óskoðuðum bifreiðum fækkar vegna vanrækslugjalds Álagning vanrækslugjalds vegna ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar hefst á morgun, 1. apríl. Óskráðum bifreiðum hefur fækkað um rúmlega 3000 á mánuði. 31.3.2009 13:50
Vinnuhópur skipaður til að vinna úr tillögum Jännäris Ríkisstjón Íslands fjallaði á fundi sínum í morgun um skýrslu finnska bankasérfræðingsins, Kaarlos Jännäris, sem birt var í gær. Í henni gerir Jännäri grein fyrir athugunum sínum á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits hér á landi, um leið og hann leggur fram tillögur til úrbóta í átta liðum. Ákveðið hefur verið að stofna starfshóp sem mun vinna úr tillögum Finnans. 31.3.2009 13:24
Samorka leggst gegn auðlindaákvæði í stjórnarskránni Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, leggst gegn því að tekin verði inn ný ákvæði um auðlindir og umhverfismál í frumvarp til stjórnskipunarlaga sem liggur fyrir þinginu. Í umsögn Samorku um frumvarpið segja þeir að umrædd efnisatriði hafi engan veginn hlotið æskilega umfjöllun í samfélaginu, 31.3.2009 12:30
Gjaldskrá hækkar fyrir ökupróf Frumherji mun á morgun hækka gjaldskrá fyrir öll ökupróf um 13 til 15%. Ekki boðlegt á tímum eins og þessum segir frakmvæmdastjóri FÍB. 31.3.2009 12:25
Vinna við tónlistarhúsið við það að stöðvast á ný Minnstu munaði að um það bil hundrað starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn, fengju uppsagnarbréf í morgun, og vinna við húsið stöðvaðist á ný. 31.3.2009 12:21
Böðull biðst afsökunar Einn æðsti böðull Rauðu kmeranna í Kambódíu baðst í morgun afsökunar á ódæðum sínum fyrir dómi. Kaing Guek Eav eða Duch er sá fyrsti úr liðskjarna kmeraleiðtogans látna, Pol Pot, til að vera dreginn fyrir sérskipaðan glæpadómstól. Nærri tvær milljónir manna týndu lífi meðan ógnarstjórn Rauðu kmerana var við völd í Kambódíu 1975 til 1979. 31.3.2009 12:16
Talíbanar á bak við árásina á lögregluskólann Leiðtogi Talíbana í Pakistan segir samtök sín bera ábyrgð á morðárás á lögregluskóla í Lahore í gær. Átján féllu í árásinni, átta lögreglumenn, tveir almennir borgarar og átta árásarmenn. Níutíu og fimm særðust. 31.3.2009 12:09
Djúpstæður ágreiningur um Helguvíkurfrumvarp í ríkisstjórninni Djúpstæður ágreiningur um frumvarp iðnaðarráðherra um Helguvíkurálver kom fram milli ríkisstjórnarflokkanna í iðnaðarnefnd Alþingis í morgun og fékkst málið ekki afgreidd út úr nefndinni. 31.3.2009 12:07
Efla slysavarnir fyrir aldraða Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Forvarnahúsið hafa undirritað samstarfssamning um að efla slysavarnir aldraðra í Reykjavík. Markmiðið er að eldriborgar geti átt ánægjuleg slysalaus efri ár, að fram kemur í tilkynningu. 31.3.2009 11:52
Afþakkar ekki ráðherrastól fyrirfram Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra útilokar ekki að hann haldi áfram á ráðherrastól eftir kosningar, fari svo að honum bjóðist stóllinn. 31.3.2009 11:34
Bikinibomba dæmd í sex mánaða fangelsi Bikiníbomban Anna Nicole Grayson var dæmd í sex mánaða fangelsi í dag. Meðal þess sem Anna dæmd fyrir er að hafa stolið vörum úr Bónus og sundbol úr versluninni Sportveri við Glerártorg á Akureyri. 31.3.2009 10:56
Verður án ráðherralauna út árið Ögmundur Jónasson segir að þegar hann hafi tekið sæti heilbrigðisráðherra hafi hann skrifað fjármáladeild stjórnarráðsins og farið fram á að hann fengi ekki greidd ráðherralaun út árið 2009 að minnsta kosti. Hann ætlar því ekki að þiggja ráðherralaun að loknum kosningum fari svo að hann sitji í 31.3.2009 10:47
Dauðaslysum barna hefur fækkað um helming á 20 árum Dauðaslysum og slysum á börnum hefur fækkað um helming á tæpum tveimur áratugum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem gefin var út árið 2007 af heilbrigðisráðuneytinu, en skýrslan var unnin til að skoða stöðu á markmiðum heilbrigðisáætlunar til ársins 2010. 31.3.2009 10:05
Hættustigi aflétt á Siglufirði og á Ólafsfirði Hættustigi hefur verið aflétt á Siglufirði og þar með þeim rýmingum sem framkvæmdar voru í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Enn er Óvissustig á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum. Hættustigi hefur einnig verið aflétt á Ólafsfirði. 31.3.2009 09:41
Blindaði mann með sturtuhengi Tæplega fimmtug kona í Helsingjaeyri í Danmörku var í gær dæmd í hálfs árs fangelsi fyrir að blinda 64 ára gamlan mann varanlega með stöng fyrir sturtuhengi. 31.3.2009 08:42
Tvö ístungl í Kuiper-beltinu Tvö tungl dvergplánetunnar Haumeu í Kuiper-beltinu svokallaða eru gerð úr ís eingöngu. 31.3.2009 08:21
Pólskt elliheimili leigir út ömmur Hver þekkir ekki hið gamalgróna siferðislega og uppeldislega hlutverk ömmunnar og allt það ótalmarga sem ömmur hafa kennt hinum mætustu mönnum í áranna rás? 31.3.2009 08:12
Bandaríkjastjórn opnar áfallahjálparsíðu Vefsíðu, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur opnað, er ætlað að veita almenningi áfallahjálp og ýmiss konar ráðgjöf um hvernig komast megi gegnum erfiða fjárhagslega tíma og forðast þunglyndi og aðra fylgifiska kreppunnar. 31.3.2009 07:36