Innlent

Óskoðuðum bifreiðum fækkar vegna vanrækslugjalds

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Álagning vanrækslugjalds vegna ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar hefst á morgun, 1. apríl. Óskráðum bifreiðum hefur fækkað um rúmlega 3000 í mars.

Sýslumanninum í Bolungarvík hefur verið falin álagning og innheimta svonefnds vanrækslugjalds sem lagt skal á þau ökutæki sem ekki hafa verið færð til skoðunar á réttum tíma. Heildarfjöldi óskoðaðra ökutækja á landinu í dag er um 25.000.

Eigendur bifreiða sem skoða átti í október og janúar fá senda 15.000 krónu sekt í byrjun apríl. Nákvæmur fjöldi bifreiðanna fæst á miðnætti í kvöld og á morgun verða eigendum þeirra sendar sektirnar, að sögn Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns í Bolungarvík.

Í byrjun mars voru rúmlega 11.000 bifreiðar sem skoða átti í október og janúar óskoðaðar. Jónas segir að fjöldi þeirra hafi verið 7987 talsins á föstudaginn í seinustu viku. Hann á von á því eigendum tæplega 7000 ökutækja verði sent bréf og þeim gert að greiða vanrækslugjaldið.

Umfjöllun um vanrækslugjald á vef sýslumanna

Beiðni um niðurfellingu vanrækslugjalds








Fleiri fréttir

Sjá meira


×