Innlent

Efla slysavarnir fyrir aldraða

Hér má sjá Stellu Kr. Víðisdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs, og Herdísi L. Storgaard, forstöðumann  Forvarnarhússins, ásamt Jórunni Frímannsdóttur, formanni velferðarráðs, undirrita samninginn.
Hér má sjá Stellu Kr. Víðisdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs, og Herdísi L. Storgaard, forstöðumann Forvarnarhússins, ásamt Jórunni Frímannsdóttur, formanni velferðarráðs, undirrita samninginn.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Forvarnahúsið hafa undirritað samstarfssamning um að efla slysavarnir aldraðra í Reykjavík. Markmiðið er að eldriborgar geti átt ánægjuleg slysalaus efri ár, að fram kemur í tilkynningu.

Samkomulagið felur meðal annars í sér að auka þekkingu og reynslu einstaklinga sem vinna með öldruðum á slysavörnum ásamt því að fræða eldri borgara um slysavarnir á heimilum og í umferðinni.

Samningurinn tekur gildi 1. mars 2009 og gildir til ársloka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×