Innlent

Óttast um öryggi fólks

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúar í Rangárþingi vilja ekki að niðurskurðurinn lendi á öryggi þeirra. Mynd úr safni/ Vilhelm Gunnarsson.
Íbúar í Rangárþingi vilja ekki að niðurskurðurinn lendi á öryggi þeirra. Mynd úr safni/ Vilhelm Gunnarsson.
Mikillar óánægju gætir með þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi sjúkraflutninga í Rangárþingi. Unnur Brá Konráðsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu segir að með breytingunni geti viðbragðstími lengst verulega. „Og það er nú bara þannig að við erum með tilvik þar sem þessi skjóti viðbragðstími skiptir sköpum," segir Unnur Brá.

Fyrirkomulagið í Rangárþingi hefur verið þannig að sjúkraflutningamaður er í vinnu á dagvinnutíma en að þeim vöktum loknum taka við bakvaktir. Nú er hins vegar verið að hætta með bakvaktarvinnuna og útköllum utan vinnutíma verður sinnt frá Selfossi. Unnur segir að þetta lengi viðbragðstímann. Auk þess bætist mörg hundruð manns við það svæði sem þjónusta sjúkraflutningamanna á Selfossi nær til um helgar á sumrin.

Unnur Brá segir að fjöldi fólks standi að baki Facebook síðu sem sett hefur verið á fót til þess að mótmæla breytingunum. Hópurinn eigi það sameiginlegt að hann skilji að þörf sé á niðurskurði í opinberum rekstri en telji það óásættanlegt að ráðist sé að grundvallar öryggisþáttum í samfélaginu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×