Innlent

Gjaldskrá hækkar fyrir ökupróf

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja.
Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja.

Frumherji mun á morgun hækka gjaldskrá fyrir öll ökupróf um 13 til 15%. Ekki boðlegt á tímum eins og þessum segir frakmvæmdastjóri FÍB.

Frumherji hefur, eitt fyrirtækja, haft umsjón með framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa frá árinu 2002. Fyrirtækið er með verktakasamning við Umferðarstofu vegna þessa og segir framkvæmdastjóri Frumherja, Orri Hlöðversson, hækkunina skýrast af þeim samningi.

Þannig hefur verðskrá fyrir ökupróf hækkað á hverju ári í tengslum við vísitölu neysluverðs. Á síðasta ári nam hækkunin 10 prósentum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðareigenda, segir hækkunina ekki boðlega miðað við ástandið í dag. Orri segir að það hafi ekki komið til álita að Frumherji gerði undantekningu á hinum árlegu hækkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×