Erlent

Bandaríkjastjórn opnar áfallahjálparsíðu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Vefsíðu, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur opnað, er ætlað að veita almenningi áfallahjálp og ýmiss konar ráðgjöf um hvernig komast megi gegnum erfiða fjárhagslega tíma og forðast þunglyndi og aðra fylgifiska kreppunnar. Einn þeirra aðila sem standa að baki síðunni segir það vera hluta af efnahagslegum bata landsins að aðstoða fólk við að halda ró sinni og gefa sig ekki neikvæðum hugsunum á vald. Meðal þeirrar ráðgjafar sem látin er í té á síðunni eru ábendingar um hvert heppilegt sé að snúa sér með hin og þessi andleg og fjárhagsleg vandamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×