Innlent

Vinna við tónlistarhúsið við það að stöðvast á ný

Gissur Sigurðsson skrifar

Minnstu munaði að um það bil hundrað starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn, fengju uppsagnarbréf í morgun, og vinna við húsið stöðvaðist á ný.

Laust fyrir hádegi var samningur fyrirtækisins við Ausutrhöfn hinsvegar undirritaður, mörgum dögum seinna en til stóð og uppsögnum afstýrt á síðustu stundu. Samningurinn byggir á samkomulagi borgar og ríkis um að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu og lokafrágang hússins.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst stóð á greiðslum frá hinu opinbera þar sem áðurnefndur samningur hafði ekki verið undirritaður og sá fyrirtækið sér ekki fært að brúa það bil gagnvart starfsmönnum. Stefnt er að því að undirrita nokkra undirsamninga á næstu dögum og fjölga starfsmönnum fljótlega upp í 200 og síðan upp í rúmlega 300 í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×