Innlent

Brutu ekki lög

Friðrik J. Arngrímsson.
Friðrik J. Arngrímsson.
„Viðbrögð okkar eru hin sömu og þegar lögin voru sett í desember. Við styðjum það ef það þarf til að styrkja gengið og ná hér niður vöxtum og verðbólgu, að setja svona höft á um skamman tíma, þá verði það gert,“ segir Friðrik J. Arngrímsson um frumvarp ríkisstjórnarinnar heft gjaldeyrishöft.

Samkvæmt frumvarpinu verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmið um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.

Friðrik segir að í upphaflegu lögunum hafi verið gat. Því hafi þeir staðið hafi í útflutningi ekki brotið lög enda þótt þeir hafi tekið við krónum fyrir útflutningsafurðir.

„Það hafa komið erlendir kaupendur og keypt krónur á útsölu. Keypt afurðir og farið með þær aftur út á markaðinn og þess vegna dömpað verðinu þar. Það hefur haft mjög slæm áhrif. En hins vegar erum við í mjög erfiðum markaðsaðstæðum núna, þannig að það er eðlilegt að menn selji þegar kaupandi kemur,“ Friðrik.

Tengdar fréttir

Gjaldeyrisfrumvarpi vísað til efnahags- og skattanefndar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin gjaldeyrishöft þegar að þingfundur hófst á nýjan leik klukkan hálfsjö. Hann sagði að væri að ræða afar mikilvægar og óumflýjanlegar ráðstafanir að hálfu stjórnvalda. Núverandi ástand væri óviðunandi.

Gjaldeyrislekinn stöðvaður

Tilkynnt verður á næstu klukkustund um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft, eftir því sem heimildir fréttastofu herma.

Alþingi afneiti krónunni

„Ég tel að einn þjóð geti varla afneitað eigin gjaldeyri meira en svo að neita að taka við honum fyrir eigin útflutning,“ segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins um frumvarp ríkisstjórnarinnar.

Banna útflutningsviðskipti í krónum

Fram til 30. nóvember 2010 verður viðskiptaverð vöru skráð í erlendum gjaldmiðli á útflutningsskýrslu nái frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál fram að ganga. Samkvæmt því verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmiði um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×