Innlent

Hættustigi aflétt á Siglufirði og á Ólafsfirði

Hættustigi hefur verið aflétt á Siglufirði og þar með þeim rýmingum sem framkvæmdar voru í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Enn er Óvissustig á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum. Hættustigi hefur einnig verið aflétt á Ólafsfirði.

Engar rýmingar eru því lengur í gildi. Óvissustig tekur nú við og er slíkt stig í gildi fyrir norðanverða Vestfirði og fyrir Norðurland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×