Innlent

Illfært á Hellisheiðinni

Fólk er hvatt til þess að fara ekki Hellisheiðina að óþörfu.
Fólk er hvatt til þess að fara ekki Hellisheiðina að óþörfu.

Hjálparsveit Skáta í Hveragerði vill vara fólk við slæmri færð á Hellisheiðinni en sveitin er nú að störfum við að aðstoða fólk sem hefur farið út af veginum vegna færðarinnar.

Enginn meiðsl hafa orðið á fólki, en það er fljúgandi hálka á heiðinni, auk þess sem færið er blint. Auk þess fer veður versnandi samkvæmt hjálparsveitinni.

Fólk er hvatt til þess að fara ekki yfir Hellisheiðin að óþörfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×