Innlent

Össur og Miliband funduðu um Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson átti fund með breska utanríkisráðherranum um Icesave
Össur Skarphéðinsson átti fund með breska utanríkisráðherranum um Icesave
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og David Miliband utanríkisráðherra Breta hafa fundað í dag um Icesave deiluna. Tilgangurinn er að reyna að ná lausn í deilunni sem er ásættanlega fyrir báðar þjóðir. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tilkynntu þetta á fundi með fréttamönnum í dag. Von er á tilkynningu um málið frá utanríkisráðuneytinu innan stundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×