Innlent

Samorka leggst gegn auðlindaákvæði í stjórnarskránni

Samorka vill ekki að Alþingi samþykki nýtt ákvæði um auðlindir og umhverfismál í nýjum stjórnskipunarlögum.
Samorka vill ekki að Alþingi samþykki nýtt ákvæði um auðlindir og umhverfismál í nýjum stjórnskipunarlögum.
Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, leggst gegn því að tekin verði inn ný ákvæði um auðlindir og umhverfismál í frumvarp til stjórnskipunarlaga sem liggur fyrir þinginu.

Í umsögn Samorku um frumvarpið segja þeir að umrædd efnisatriði hafi engan veginn hlotið æskilega umfjöllun í samfélaginu, að afar skammur tími sé ætlaður til þessara breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins og að ýmis atriði í frumvarpinu séu óljós og þarfnist frekari skýringa, en geti óbreytt valdið réttaróvissu.

Þá segir Samorka að frumvarpið skarist á við vinnu sem eigi sér stað á vegum stjórnvalda við útfærslu nýlegra lagasetninga. Af þessum ástæðum leggur Samorka til að frestað verði að taka inn í stjórnarskrána efnisatriði fyrstu greinar frumvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×