Innlent

Fimm handteknir vegna fíkniefnamála

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fimm karlmenn voru handteknir í Reykjavík vegna málanna, tveir í miðborginni, tveir í Laugardal og einn í Grafarvogi. Í fórum fjögurra þeirra fundust ætluð fíkniefni en sá fimmti var undir áhrifum fíkniefna. Sá síðasttaldi var stöðvaður við akstur í Laugardal en farþegi í bílnum var með fíkniefni í fórum sínum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005




Fleiri fréttir

Sjá meira


×