Erlent

Blindaði mann með sturtuhengi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega fimmtug kona í Helsingjaeyri í Danmörku var í gær dæmd í hálfs árs fangelsi fyrir að blinda 64 ára gamlan mann varanlega með stöng fyrir sturtuhengi. Árásin átti sér stað í íbúð í bænum um mitt síðasta ár. Þetta er ekki fyrsti dómur konunnar en hún var dæmd til 12 ára fangelsisvistar fyrir morð árið 1986. Fórnarlamb árásarinnar í fyrra býr nú á dvalarheimili fyrir aldraða og þarf aðstoð við allar daglegar athafnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×