Innlent

Sjálfstæðimenn sitja hjá - Framsókn með

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Frumvarp um aukin gjaldeyrishöft verða að öllum líkindum samþykkt síðar í kvöld, eða í nótt. Umræða hófst um málið klukkan tíu í kvöld eftir að forseti Alþingis hafði frestað fundum nokkrum sinnum.

Þegar hafa Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins auk Birkis Jónssonar Framsóknarmann tekið til máls. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki frumvarpið en mun ekki kjósa gegn því. Framsóknarflokkurinn styður það hinsvegar.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins  segist óttast að ríkisstjórnin flæki sig enn verr í vef gjaldeyrishafta.

Gjaldeyrishöftin voru sett í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í haust eftir bankahrun. Á þetta minnti síðan Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og áréttaði að eingöngu væri um tæknilegar breytingar - gjaldeyrishöftin hafi verið í boði gömlu stjórarflokkanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×