Innlent

Eimskip tapaði sex milljörðum á þremur mánuðum

Eimskip tapaði sex og hálfum milljarði frá nóvember fram í janúarlok eða fjörtíu milljónum evra samkvæmt nýlegu uppgjöri sem félagið sendi frá sér nú í kvöld. Félagið tapaði litlu minna fyrir ári síðan, eða rétt tæpum 39 milljónum evra.

Eimskip átti tapmet á Íslandi í stuttan tíma við síðasta ársuppgjör, en þá tapaði félagið rúmum níutíu milljörðum yfir árið. Straumur Burðarás tók þó við því óvinsæla kefli með yfir hundrað milljarða króna tapi stuttu síðar.

Eigið fé Eimskips er neikvætt um 28 milljarði króna. Fyrir ári síðan var það neikvætt um tuttugu og einn milljarð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×