Innlent

Bikinibomba dæmd í sex mánaða fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anna Nichole Grayson var dæmd í sex mánaða fangelsi í dag.
Anna Nichole Grayson var dæmd í sex mánaða fangelsi í dag.
Bikiníbomban Anna Nicole Grayson var dæmd í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anna er dæmd fyrir ítrekuð brot.

Meðal annars að hafa stolið vörum úr Bónus og sundbol úr versluninni Sportveri við Glerártorg á Akureyri. Hún var jafnframt dæmd fyrir fjársvik með því að hafa stolið þremur greiðslukortum úr fataskáp við Djassballetskóla Báru. Í framhaldi af því sveik hún út veitingar á veitingastaðnum Ruby Tuesday með umræddum greiðslukortum. Þá var hún dæmd fyrir ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Anna játaði brot sín fyrir dómi.

Anna Nicole vakti mikla athygli er hún tók þátt í bombukeppni Hawain Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum. Þá braut hún fánalög með því að koma fram í bikíni sem var í fánalitunum.

Anna Nicole komst þó fyrst í fréttirnar árið 1993 þegar faðir hennar reyndi í félagi við annan mann að nema hana og systur hennar á brott eftir harðvítuga forræðisdeilu við móður hennar. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla á sínum tíma.

Auk fangelsisvistar var Anna svipt ökuréttindum í tólf mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×